Monthly Archives: apríl 2013

Vendikennsla í HÍ

Anna Helga Jónsdóttir, aðjúnkt í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ sagði nýlega frá reynslu sinni af því að venda kennslu á fundi Kennslumiðstöðvar HÍ. Nemendur í námskeiðum sem Anna Helga kennir eru bæði fjölmennir og fjölbreyttir – um 200 nemendur úr ferðamálafræði, lífefnafræði, lyfjafræði, jarðfræði og fleiri námsbrautum. Í kennslustundum notar Anna Helga hugbúnaðinn Socrative til að virkja nemendur. Með Socrative leggur Anna Helga spurningar fyrir nemendur sem svara með tölvum sínum eða símum. Kennarinn fylgist með svörum nemenda og fær góða yfirsýn yfir stöðu nemenda. Upptaka af erindi Önnu Helgu má sjá hér fyrir neðan eða á vef ... Lesa meira »

Myndskeið um vendikennslu (spegluð kennsla)

Hjá Keili hafa fjölmargir kennarar verið að „venda“ sinni kennslu. Vendikennsla felst í að nota tækni til að miðla fyrirlestrum og annarri innlögn til nemenda. Þá getur kennari notað tímann sem hann hefur með nemendum í kennslustofunni til að vinna verkefni í samstarfi við kennara og samnemendur. Keilir hefur gert 8 áhugaverð myndskeið um reynslu kennara og nemenda af vendaðri kennslu. Myndskeiðin eru öll aðgengileg á Youtube rás Keilis. [youtube=http://www.youtube.com/playlist?list=PLhSAGcAldjBEW1aUspTSeTHJBP_sWgd12&w=450] Smellið á „Playlist: Spegluð kennsla“ í glugganum fyrir ofan til að sjá hin myndskeiðin í safninu. Lesa meira »

Hvernig á að kenna gagnrýna hugsun?

Fjórði fræðslufundur Félags heimspekikennara verður haldinn á miðvikudag 24. apríl kl. 20.00 í Verzlunarskóla Íslands. Að þessu sinni heimsækir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá EDDU – öndvegissetri, félagið og ræðir spurninguna: Hvernig á að kenna gagnrýna hugsun? Allir eru velkomnir á fræðslufundina og aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar verða í boði félagsins. Sjá nánar um viðburði Félags heimspekikennara á www.heimspekitorg.is. Lesa meira »

Sýning á skapandi lokaverkefnum til B.Ed. prófs.

Staður: Kletti (Stakkahlíð) Tími: föstudaginn, 19. apríl, kl. 16-18.30 Haustið 2012 var nemendum í kennaradeild menntavísindasviðs HÍ boðið þá nýjung að ljúka B.Ed. námi með hópverkefni frekar en hefðbundna námsritgerð. Afrakstur fyrstu nemenda sem kusu að fara þessa leið er til sýnis í Kletti í húsnæði menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 16-18.30 í dag. Lesa meira »

Málstofa þroskaþjálfanema föstudaginn 19. apríl, kl. 9-16

Á föstudaginn 19. apríl verður rýnt í störf og starfsábyrgð þroskaþjálfa á málstofu þroskaþjálfanema sem haldinn verður í Skriðu í húsnæði menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð. Dagskrá málstofunnar er hér. Lesa meira »

Dæmi um velgengni í menntamálum: Samtal við Pasi Sahlberg og Vivien Stewart

Í kvöld kl. 20 (ísl. tíma) verður samtal við Pasi Sahlberg, sérfræðing um þróun menntunar í Finnlandi, og Vivien Stewart, sérfræðingur um þróun menntunar í Singapúr og öðrum Asíulöngum, á vef Future of Education. Nákvæmar upplýsingar um hvernig skuli tengjast inn á fundinn eru neðst í greininni. Lesa meira »

Fjöldi verkefna sem nýtast í menntun fá styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Rannís tilkynnti nýlega um úthlutanir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Meðal verkefna sem verða styrkt þetta árið eru fjölmörg sem tengjast menntun beint eða gætu nýst skólafólki með einhverjum hætti. Hér eru nokkur dæmi: PhotoCube: Hugbúnaður sem leyfir notanda að flokka og raða margmiðlunarefni í stórum söfnum í þrívíðu rúmi. Fótboltahermir fyrir spjaldtölvur sem kennir börnum forritun og stærðfræði. Spjaldtölvunámsefni fyrir leikskóla byggt á íslenskum fornkvæðum. Menntavitinn: Þróun námsefnis tengt hafinu og tengdum iðnaði og þróun. Rafrænt námsefni um íslensk handrit. Myndræn málfræði fyrir börn greind með einhverfu og málhömlun. Íslenska Listasöguspilið. Og margt fleira. Listi yfir öll verkefni sem hlutu styrk ... Lesa meira »

Ráðstefna útskriftarnema í tómstunda- og félagsmálafræði

Útskriftarnemar í Tómstunda- og félagsmálafræði á menntavísindasviði HÍ halda ráðstefnu 17. apríl undir heitinu: Við erum framtíðin. Kynnt verða lokaverkefni útskriftarnema. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, nánar tiltekið í Skriðu frá kl. 09.00-16.30. Lesa meira »

Námskeið um eTwinning áætlun – rafrænt skólasamstarf í Evrópu

Landskrifstofa eTwinning áætlunnar Evrópusambandsins býður kennurum á ókeypis námskeið um áætlunina og hvernig leitað er samstarfsaðila og verkefni stofnuð. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja kynnast eTwinning fyrir komandi skólaár. Hvað er eTwinning? eTwinning er hluti Menntaáætlunar ESB og lítur að upplýsingatækni, skólasamstarfi, félagslegum tegslum og endurmenntum á Netinu. Í gegnum eTwinning er hægt er að komast í samband við evrópska kollega, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja sér endurmenntun, ofl. eTwinning er óformlegt — engir umsóknarfrestir eða skýrslur og (næstum) engar reglur. Einkunnarorð eTwinning eru „hafið það lítið og einfalt“ (keep it short and simple — KISS). ... Lesa meira »

Upptökur frá „Í skýjunum“ – Ráðstefnu 3F, HR og Upplýsingar.

Erindi frá ráðstefnunni „Í skýjunum“ um upplýsingatækni í skólastarfi verða birt á UTRásinni á Youtube, sem rás 3F – Félags um upplýsingatækni og menntun. Nú þegar eru 5 erindi aðgengileg á YouTube rásinni og fleiri væntanleg næstu daga. Myndskeiðin eru einnig birt á Facebook síðunni Upplýsingatækni í skólastarfi þar sem kjörið er að fjalla um efni þeirra. Lesa meira »