Um aðkomu ungs fólks að mótun menntastefnu

Ungir Reykvíkingar ræða um menntamál á fundi 2007

Hvernig myndi menntastefna líta út ef unga fólkið sem skólana sækir væri haft með í stefnumótun og ákvarðanatöku? Fundarhaldarar á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Laugum nýlega sendu frá sér ályktun um að:

„Hafa verður samráð við ungt fólk þegar teknar eru ákvarðanir sem varða málefni þeirra eins og segir í 12. gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“

Menntamál eru vissulega málefni sem ungt fólk varðar og því vert að velta fyrir sér hvernig aðkoma þess að ákvarðanatöku og stefnumótun væri best háttað. Hér á landi hefur ungt fólk fengið einhver en þó takmörkuð tækifæri til að láta sínar skoðanir í ljós. Væri möguleiki að festa í sessi beina aðkomu ungs fólks að mótun menntamála?

Víða eru dæmi um að námsmenn taki þátt í mótun menntastefnu með einhverjum hætti – oftar en ekki sem ráðgefandi aðilar en með takmörkuð áhrif á ákvarðanatöku. Nokkur ríki Bandaríkjana hafa tekið stærra skref og tilnefna fulltrúa námsmanna til sinna menntanefnda (e. state boards of education) sem hafa fullan þátttökurétt í öllum nefndarstörfum og atkæðisrétt í ákvarðanatökum. Þau fylki eru Californía, Maryland (með takmarkaðan atkvæðisrétt), Massachusetts, Tennessee og Vermont (fulltrúi námsmanna situr í 2 ár og hefur takmarkaðan atkvæðisrétt fyrsta árið en fullan rétt annað árið). Fulltrúar nemenda í skólanefndum þessara ríkja eru valdir í samkeppni sem nemendur á menntaskólastigi (14-18 ára) hafa þátttökurétt í og sitja valdir fulltrúar annaðhvort í eitt eða tvö ár, eftir lögum ríkisins. Fulltrúar námsmanna fá kennslu í nefndarstörfum og menntamálum áður en þeir taka sæti í nefndinni. Einnig hafa fullorðnir fulltrúar í sumum ríkjum (t.d. Californíu) kost á að sækja námskeið um samstarf við ungt fólk. Til eru mörg dæmi þess að fulltrúi námsmanna hafi haft töluverð áhrif á ákvarðanatöku í ýmsum málum í þessum ríkjum (sjá t.d. öfluga grein Josephine Kao, fulltrúi námsmanna í menntanefnd Californíu 2012-2013, um tillögu þess að skattar verði hækkaðir til að koma í veg fyrir niðurskurð í menntamálum – tillagan var samþykkt).

Reynsla Bandaríkjamanna af þátttöku námsmanna í mótun menntastefnu hefur víða vakið athygli. Helst er það þó reynslan í Californíu, sem var eitt fyrsta ríkið til að koma á slíku fyrirkomulagi (fulltrúi námsmanna var fyrst hafður með í nefndarstörfum 1969 en hafði ekki atækvæðisrétt fyrr en 1983), sem yfirvöld margra landa hafa skoðað sem fyrirmynd af aukinni aðkomu ungs fólks að mótun menntastefnu.

Hér að neðan eru tenglar á útgefið efni þar sem er nánar fjallað um reynslu af þátttöku ungs fólks í mótun menntastefnu í Californíu:

Involving youth in policymaking and coordinating youth policy: State-level structures in California and other states.

Engaging youth in policymaking improves policies and youth outcomes.

anime porn