Námskeið um eTwinning áætlun – rafrænt skólasamstarf í Evrópu

Landskrifstofa eTwinning áætlunnar Evrópusambandsins býður kennurum á ókeypis námskeið um áætlunina og hvernig leitað er samstarfsaðila og verkefni stofnuð. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja kynnast eTwinning fyrir komandi skólaár.

Hvað er eTwinning?
eTwinning er hluti Menntaáætlunar ESB og lítur að upplýsingatækni, skólasamstarfi, félagslegum tegslum og endurmenntum á Netinu.

Í gegnum eTwinning er hægt er að komast í samband við evrópska kollega, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja sér endurmenntun, ofl. eTwinning er óformlegt — engir umsóknarfrestir eða skýrslur og (næstum) engar reglur.

Einkunnarorð eTwinning eru „hafið það lítið og einfalt“ (keep it short and simple — KISS).

Íslenskir kennarar hafa verið duglegir að nýta sér möguleika eTwinning. Í dag eru í gangi 92 verkefni með íslenskum þátttakendum. Íslenskir kennarar hafa tekið þátt í alls 368 verkefnum frá upphafi áætlunarinnar.

Námskeiðið tekur 2,5 klst og verður endurtekið þrisvar.

Námskeiðið er haldið í Gimli, Háskóla Íslands, tölvuveri 101 á þessum tímum:

30. apríl, kl. 9:30-12:00
3. maí, kl. 9:30-12:00
3. maí, kl. 17:00-19:30

Þeir sem hafa áhuga geta smellt hér til að skrá sig.

black porn