Vefmálstofa um sýndarveruleika í skólastarfi sem fer fram í sýndarveruleika

Á morgun, miðvikudag 15. maí kl. 17-18 (að íslenskum tíma), stendur iTec (Evrópskt samstarfsverkefni sem tengist European Schoolnet) fyrir vefmálstofu um notkun sýndarveruleika í skólastarfi. Aðgangur er opinn öllum að kostnaðarlausu en þátttakendur þurfa að skrá sig. Vefmálstofan fer sjálf fram í sýndarumhverfinu EdMondo, sem hefur verið sérstaklega hannað með skólastarf í huga. Þátttakendur þurfa því að sækja og setja upp sérstakan hugbúnað til að geta tekið þátt.

Ath. að gott er að gefa sér svolítinn tíma til að undirbúa þátttöku. Þátttakendur þurfa fyrst að skrá sig sem EdMondo notendur (sjá hér). Svo sækja þeir sérstakan hugbúnað til þess að geta farið í sýndarveruleikaumhverfið (smellið fyrir Makka eða Windows).