Monthly Archives: júlí 2013

Fundur um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi

Á morgun, þriðjudag 30. júlí, kl. 20-22, stendur Félag heimspekikennara fyrir fundi um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi. Fundurinn verður haldinn í Forsetasalnum í Hotel Reykjavik Centrum. Fundurinn er opinn öllum og er áhugafólk um heimspeki og skólastarf sérstaklega hvatt til að mæta. Fundarstjóri verður Sævar Finnbogason, stjórnarmaður í Félagi heimspekikennara. Frekari upplýsingar eru á Heimspekitorgi, vef Félags heimspekikennara. Lesa meira »

Viðtal við Andreas Schleicher um PISA gögn

PISA (Programme for International Student Assessment) kannanir OECD á hæfni nemenda í ýmsum námsgreinum hafa haft töluverð áhrif á umræðu um mennta- og skólamál á undanförnum áratug. Könnunin hefur verið framkvæmd á þriggja ára fresti í öllum aðildarlöndum OECD, þar á meðal Ísland, auk nokkurra annarra landa. Hér fyrir neðan má heyra viðtal við Andreas Schleicher, forstöðumaður menntamáladeildar OECD sem hefur umsjón með PISA verkefninu. Í viðtalinu ræðir hann sérstaklega um nýtingu PISA gagna til að bæta menntun í einstökum löndum. Viðtal við Andreas Schleicher um PISA Lesa meira »

Nýtt kennslulíkan fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Á næstu vikum er að ljúka evrópska samstarfsverkefninu ADEPTT sem gengur út á að búa til kennslulíkan fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt samkvæmt stefnu Evrópusambandsins. Verkefnið gengur út á yfirfærslu nýjunga, en einnig er lögð áhersla á samstarfsnet. Lesa meira »