eTwinning vinnustofa fyrir stærðfræðikennara – STYRKIR í boði fyrir 10 til 15 íslenska þátttakendur

logo_etwinningLandskrifstofa eTwinning stendur fyrir símenntunarvinnustofu fyrir stærðfræðikennara á grunn- og framhaldsskólastigi í Reykjavík 31.10.-2.11 2013.

Áhugasamir sækja um til Landskrifstofu eTwinning á Íslandi –
UMSÓKNARFRESTUR er til og með 25. ágúst nk.

Smellið hér til að sjá DAGSKRÁ og UMSÓKNARFORM

Þessi vinnustofu veitir stærðfræðikennurum gott tækifæri fyrir til að kynna sér upplýsingatækni, eTwinning og finna samstarfsaðila fyrir eTwinning verkefni. Búist er við að um 80 kennarar víðsvegar að úr Evrópu taki þátt.

STYRKUR er í boði fyrir 10-15 kennara. Rannís greiðir þátttökugjald (sem inniheldur uppihald) og gistingu og ferðakostnað ef með þarf.

MARKHÓPUR: Stærðfræðikennarar sem kenna á unglingastigi og framhaldsskólastigi (með nemendur u.þ.b. á aldrinum 13-19 ára).

ÞEMA: Stærðfræði, upplýsingatækni og samstarfsverkefni.

SAMSTARFSVERKEFNI: Stefnt verður að því að allir þátttakendur hafi fundið samstarfsaðila og stofnað eTwinning verkefni áður en vinnustofunni lýkur (verkefnið yrði starfrækt á komandi skólaári, 2013-14).

SKIPULEGGJENDUR: Landskrifstofa eTwinning á Íslandi, Rannís, í samvinnu við aðrar landskrifstofur eTwinning í Evrópu og miðstöð eTwinning í Brussel, Evrópska skólanetið.

TUNGUMÁL: Vinnustofan fer fram á ensku.

REYNSLA AF eTWINNING? Vinnustofan er bæði fyrir byrjendur og lengra komna í eTwinning.

xvideos