Monthly Archives: september 2013

Menntakvika Menntavísindasviðs

Við minnum á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ um menntarannsóknir. Ráðstefnan er haldin í dag, föstudag 27. september, í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum. Frekari upplýsingar og dagskrá eru hér. Lesa meira »

MenntaMiðja og UT-Torg heimsóttu kennara á Vestfjörðum

Á föstudaginn 6. september heimsóttu fulltrúar MenntaMiðju og nýja UT-Torgsins vestfirska kennara á haustþingi kennarafélagsins í Bolungarvík. Þar gafst tækifæri til að kynna fyrir kennurum hugmyndafræði og starfsemi MenntaMiðju, UT-Torgsins og þeirra fjölmörgu starfssamfélaga á sviði upplýsingatækni í námi og kennslu. Áhugaverðast var þó að spjalla við skólafólk um áhugaverð verkefni sem þar eru í gangi og stöðu í upplýsingatæknimálum almennt. Efst á baugi voru nýja stafræna smiðjan (Fab-Lab) sem hefur verið opnuð í Menntaskólanum á Ísafirði og spjaldtölvuvæðing sem hrint hefur verið af stað með veglegum gjöfum frá fyrirtækjum á svæðinu. Á stafrænu smiðjunni eru þríviddar prentari og önnur framleiðslutæki ... Lesa meira »

Opin námskeið CPDLab fyrir skólafólk

CPDLab er samstarfsverkefni Evrópska skólanetsins og fleiri samstarfsaðila sem er ætlað að þróa opin námskeið fyrir kennara um notkun smarttaflna, netöryggi og sviðsmyndagerð um skólastofu framtíðarinnar. Verkefninu er u.þ.b. að ljúka og námskeiðin verða gerð aðgengileg á netinu innan tíðar. Afurðir verkefnisins verða kynntar á nokkrum opnum veffundum í september, 2013. Veffundirnir eru opnir öllum en þátttakendur þurfa að skrá sig. Skráningarform og frekari upplýsingar eru hér. Lesa meira »

Skóli á nýrri öld

Á morgun, 6. september 2013, kl. 15.30 – 17.00, verður haldið málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindaviðs, við Háteigsveg í Reykjavík. Gerður hefur verið leiðandi á svið skólamála hér á landi í marga áratugi og komið við á öllum skólastigum frá leikskóla og upp í háskóla. Horft verður til framtíðar á nokkrum af þeim sviðum þar sem Gerður hefur látið til sín taka. Þátttökugjald er kr. 1000. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér. Þátttökugjaldið má greiða með því að leggja inn á þennan reikning: 0137-26-476. Sem skýringu á greiðslu er skráð: 1470-147368. Frekar upplýsingar ... Lesa meira »

Hvað segja gögn um íslenska skóla í alþjóðlegu samhengi

Þann 12. júní var haldið málþing undir yfirskriftinni „Íslenskt skólakerfi í alþjóðlegu samhengi„. Málstofan er sú fyrsta í fundaröð sem Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun standa fyrir þar sem verður fjallað um stöðu íslenskra skóla með tilliti til niðurstaða úr alþjóðlegum rannsóknum. Af því tilefni birtum við nýtt tenglasafn hér á vef MenntaMiðju á vefi þar sem hægt er að nálgast íslensk og alþjóðleg gögn um menntun og skólamál. Lesa meira »

Kallað eftir veggspjöldum fyrir Menntakviku 2013

Í tengslum við Menntakviku 2013, verður veggspjaldasýning í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Þetta er tilvalinn vettvangur til að kynna rannsóknarverkefni og niðurstöður þeirra. Meistara- og doktorsnemar eru sérstaklega hvattir til að nýta þetta tækifæri til að kynna lokaverkefni sín. Athugið að gert er ráð fyrir að leiðbeinendur séu meðhöfundar að veggspjöldum framhaldsnema. Þeir sem skrá sig fá senda staðfestingu ásamt nánari leiðbeiningum um frágang og prentun veggspjalda. Aðeins er tekið við veggspjöldum sem sett eru upp í ákveðið sniðmát sem sent verður til þeirra sem tilkynna þátttöku. Í ár er gert ráð fyrir að þeir sem senda inn veggspjöld kynni ... Lesa meira »