Hvað segja gögn um íslenska skóla í alþjóðlegu samhengi

Þann 12. júní var haldið málþing undir yfirskriftinni „Íslenskt skólakerfi í alþjóðlegu samhengi„. Málstofan er sú fyrsta í fundaröð sem Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun standa fyrir þar sem verður fjallað um stöðu íslenskra skóla með tilliti til niðurstaða úr alþjóðlegum rannsóknum. Af því tilefni birtum við nýtt tenglasafn hér á vef MenntaMiðju á vefi þar sem hægt er að nálgast íslensk og alþjóðleg gögn um menntun og skólamál.

Á málþinginu 12. júní voru flutt þrjú erindi:
1. Hvað getur haft áhrif á árangur nemenda?
Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Námsmatsstofnunar
Í erindi sínu fjallaði Júlíus um niðurstöður PISA kannana og hvað þær geta sagt okkur um íslenskt skólakerfi. Hann lagði sérstaklega áherslu á notkun PISA gagna til að rannsaka þætti í íslensku skólakerfi frekar en að einblína um of á stöðu landsins gagnvart öðrum eins og hefur verið tilhneiging til. Júlíus sýndi hvernig unnið hefur verið með gögnin hjá Námsmatsstofnun til að greina breytingar í íslenska skólakerfinu yfir lengri tíma. Að lokum lagði hann áherslu á að þörf er á frekari rannsóknum á því gríðarlega magni gagna sem hafa komið út úr PISA könnunum.

[scribd id=152410677 key=key-1hcl7s7r843i0ujzo46v mode=scroll]

 

2. Eru íslenskir skólar „góðir“?
Þóra Björk Jónsdóttir, deildarstjóri matsdeildar Námsmatsstofnunar
Í erindi sínu skoðaði Þóra Björk hvernig gögn hafa verið notuð á Íslandi. Hún velti sérstaklega fyrir sér hvað við meinum þegar við tölum um „góða skóla“ – t.d. hvað þykir „gott“ í íslensku samhengi. Hún spurði þátttakendur, „hvað er góður skóli?“ og bað alla um að skrá svörin sín sem hún síðan safnaði saman. Þetta var skemmtileg og áhugaverð leið til að vekja þátttakendur til umhugsunar um það hvernig skólakerfi er metið.

[scribd id=152412309 key=key-1b6881bnssqv6yrrcm1h mode=scroll]

 

3. Er íslenskt skólakerfi „dýrt“?
Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
Í sínu erindi velti Jón Torfi fyrir sér hvort íslenskt skólakerfi sé dýrt e.o. haldið hefur verið fram í umræðum á opinberum vettvangi. Benti hann sérstaklega á nauðsyn þess að huga að því í hvað peningar eru settir þegar verið er að bera saman kostnað vegna reksturs skólakerfa í mismundandi löndum.

[slideshare id=24012806&doc=jtjkostarmenntun-130708061519-phpapp01]
free hd porn