Monthly Archives: nóvember 2013

Opið menntaefni á Íslandi

Þann 15. nóvember síðastliðinn hélt MenntaMiðja ásamt fjölda annarra aðila vinnustofu um opið menntaefni í norrænu samhengi. Vinnustofan gekk vel þrátt fyrir að stjórnendurnir, Dr. Jan Pawlowski og Henri Pirkkalainen, hafi orðið veðurtepptir á Grænlandi. Þá var svissað yfir í fjarfundaham og haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Meðal þátttakenda á vinnustofunni voru fulltrúar frá háskólasamfélaginu, skólum, stjórnvöldum, Rannís, Námsgagnastofnun og félagasamtökum tengd opnu samfélagi. Megin tilgangur vinnustofunnar var að greina hindranir og tækifæri í tengslum við notkun opins menntaefnis og að kanna leiðir til að auka almenna þekkingu um opið menntaefni hér á landi. Auk þess var ... Lesa meira »

Sýning á lokaafurðum nemenda í Rannsóknar og þróunarvinnu í list- og verkmenntun

Nú stendur yfir afar skemmtileg sýning á lokaafurðum nemenda í Rannsóknar og þróunarvinnu í list- og verkmenntun í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð. Á námskeiðinu var lögð áhersla á að nemendur dýpkuðu þekkingu sína og skilning á völdu viðfangsefni innan list- og verkgreina í gegnum skapandi vinnu og rannsóknum á tilteknu efni. Nemendur völdu sér viðfangsefni og þann miðil eða efni sem þeir vildu vinna með. Mikil hugmyndaauðgi nemenda birtist í sýningargripunum, en þar má sjá m.a. kjól úr Subway bréfum og pokum, „iPad“ úr tré, fróðlegar upplýsingar um endurnýtingu kartöflupoka, og margt fleira. Kennarar námskeiðsins eru Hanna Ólafsdóttir (hannao@hi.is), umsjónarmaður, Gísli ... Lesa meira »

Sérkennslutorg: Fræðsludagur íslenskra sérkennara

Sérkennslutorg var með kynningarbás á fræðsludegi íslenskra sérkennara þann 25. nóvember. Ánægjulegt var að hitta sérkennara og kynna þeim starfsemi Sérkennslutorgs. Sérkennarar eru ánægðir með að vefur Sérkennslutorgsins sé öllum opinn og hægt sé að nálgast efni þar án tilkostnaðar. Alls kyns vinnuform koma sér vel, eins líka hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og sjónrænar leiðbeiningar. Dagskráin var fjölbreytt og mörg áhugaverð erindi. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir fjallaði um upplifanir fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra. Frá Barnahúsi var erindi um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og Kristín Arnardóttir var með erindi um fyrstu skrefin í lestrar- og stærðfræðikennslu barna með verulegar sérþarfir. ... Lesa meira »

ADEPTT kennslulíkan fyrir frumkvöðlamennt í skólastarfi

Við höfum áður sagt frá þessu spennandi samstarfsverkefni sem miðar að því að búa til kennslulíkan fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nú er verkefninu lokið og kennslulíkanið aðgengilegt á vef verkefnisins. ADEPTT er evrópskt samstarfsverkefni Spánverja, Portúgala, Flæmskumælandi Belga, Þjóðverja, Walesbúa, Norðmanna, og Íslendinga. Fulltrúar Íslendinga eru Svanborg Rannveig Jónsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir hjá Háskóla Íslands. ADEPTT kennslulíkanið á íslensku (PDF skjal) Lesa meira »

Hönnunarsmiðja um framtíð tækni og menntunar

Hvernig skóla eða skólakerfi myndir þú hanna til að takast á við áskoranir 21. aldar? Hvaða tækninýjungar munu hafa áhrif á menntun í framtíðinni og hvernig ætlar þú að nýta þær? MenntaMiðja og RANNUM halda hönnunarsmiðju þar sem þátttakendur fá að kynnast hvernig hönnunarnálgun er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar umhönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta, sem verður á staðnum til að leiða vinnu þátttakenda. Þátttakendur munu velta fyrir sér framtíð tækniþróunar og mögulegum áhrifum hennar á menntun. Hugmyndir um skóla framtíðar verða mótaðar í skapandi samstarfi með fjölbreyttum hópum hagsmunaaðila. Þátttakendur skrá ... Lesa meira »

Málþing um hönnunarnálgun í menntun og stefnumótun

MenntaMiðja og RANNUM-Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun standa fyrir málstofu um notkun hönnunarnálgunnar (e. design thinking) í menntun og stefnumótun. Málstofan verður í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð, stofu H-209, þriðjudaginn, 19. nóvember, frá kl. 10-12. Allir eru velkomnir. Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun við hönnunarsvið Háskólans í Minnesóta heldur erindi. Virajita ætlar að segja frá því hvernig hönnunarnálgun hefur verið notuð til að greina áskoranir og tækifæri við menntavísindasvið Háskólans í Minnesóta. Opið verður fyrir umræðu að loknu erindi Virajita. Þess má geta að Virajita mun svo stýra hönnunarsmiðju um framtíð tækni og menntunar miðvikudaginn 20. nóv. Frekari upplýsingar um ... Lesa meira »

Vinnustofa um opið menntaefni í norrænu samhengi

Vinnustofan er öllum opin og ókeypis. Staður: Háskólinn í Reykjavík Tími: Föstudag, 15. nóvember, kl. 9-12 Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér. Opið menntaefni (OME) í norrænu samhengi Prófessorarnir Dr. Jan M. Pawlowski og Dr. Henri Pirkkalainen frá Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi, sem eru ötulir talsmenn OME stefnunnar á norðurlöndum og tengliðir Finnlands í Norræna OME samstarfsnetinu, koma hingað til Íslands og taka þátt með okkur íslendingum í opinni vinnustofu um opið menntaefni (OME) í norrænu samhengi, föstudaginn 15. nóvember kl. 9-12, í Háskólanum í Reykjavík. Lesa meira »

Hvað er hönnunarsmiðja?

Þann 20. nóvember bjóða MenntaMiðja og RANNUM upp á hönnunarsmiðju um framtíð tækni og menntunar undir handleiðslu Virajita Singh, sérfræðingi við Háskólann í Minnesóta (sjá frekari upplýsingar um hönnunarsmiðjuna og skráningu hér). Á hönnunarsmiðjum er megin markmiðið að skapa frjóan vettvang þar sem þátttakendur greina og móta umræður um sameiginleg viðfangsefni. Notaðar eru aðferðir sem eiga rætur í hönnunargreinum, e.o. vöruþróun og arkitektúr, sem miða að því að virkja sköpunarkraftinn sem býr í fjölbreytni þátttakenda. Hönnunarnálgunin sem er notuð hefur gefið góða raun í margvíslegum verkefnum sem spanna allt frá þróun nýrra vara og þjónustu til stefnumótunar og jafnvel mótunar ... Lesa meira »

MenntaMiðja og Sérkennslutorg í nýjasta hefti Tölvumála

Nýtt tölublað Tölvumála, tímarit Skýrslutæknifélagsins, er komið út. Að þessu sinni er áhersla lögð á hagnýtingu upplýsingatækninnar. Meðal greina eru tvær sem fjalla um starfsemi MenntaMiðju og torga: ein eftir Tryggva Thayer, verkefnisstjóra MenntaMiðju, um MenntaMiðju og gagnsemi samfélagsmiðla fyrir símenntun og starfsþróun skólafólks; og ein eftir Hönnu Rún Eiríksdóttur um Sérkennslutorgið og notkun spjaldtölva og smáforrita í sérkennslu. Lesa meira »

Diane Ravitch gefur út nýja bók

Diane Ravitch, menntunarfræðingur við New York Háskólann, gaf nýlega út bókina Reign of Error, þar sem hún gagnrýnir umræðu um menntamál í Bandaríkjunum og sérstaklega kröfur um að einkavæðing skóla sé helsta lausnin á vandanum. Í þessu viðtali við hinn bráðskemmtilega John Stewart talar hún um bókina sína og hvernig gögn um námsárangur bandarískra ungmenna hafa verið rangtúlkuð til að rökstyðja ýktar yfirlýsingar um krísur í skólamálum (sjá fyrri hluta hér og seinni hluta hér). Ravitch er líka dugleg að senda frá sér fróðlegar upplýsingar á bloggi og Twitter sem snúast fyrst og fremst um menntamál í Bandaríkjunum en geta ... Lesa meira »