Sérkennslutorg: Fræðsludagur íslenskra sérkennara

veggspjald_serktorgSérkennslutorg var með kynningarbás á fræðsludegi íslenskra sérkennara þann 25. nóvember. Ánægjulegt var að hitta sérkennara og kynna þeim starfsemi Sérkennslutorgs. Sérkennarar eru ánægðir með að vefur Sérkennslutorgsins sé öllum opinn og hægt sé að nálgast efni þar án tilkostnaðar. Alls kyns vinnuform koma sér vel, eins líka hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og sjónrænar leiðbeiningar.

Dagskráin var fjölbreytt og mörg áhugaverð erindi. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir fjallaði um upplifanir fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra. Frá Barnahúsi var erindi um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og Kristín Arnardóttir var með erindi um fyrstu skrefin í lestrar- og stærðfræðikennslu barna með verulegar sérþarfir. Björk Jónsdóttir, skólastjóri Brúarskóla, var með erindi um starfsemi og ráðgjafahlutverk skólans. Í lok dags var erindi um spjaldtölvur í sérkennslu en Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Grandaskóla sagði frá reynslu sinni og vinnu með fjölbreytt smáforrit með nemendum með sérþarfir.

Á aðalfundi Félags íslenskra sérkennnara, sem haldinn var í upphafi dags, var meðal annars kjörin ný stjórn. Hana sitja nú, Sædís ósk Harðardóttir formaður, Aldís Ebba Eðvaldsdóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Jóninna Hólmsteinsdóttir, Anna Lind Pétursdóttir, Ásta Björk Björnsdóttir og Sigrún Huld Auðunsdóttir.

Meira má lesa um fræðsludaginn og Félag íslenskra sérkennara á Facebook síðu félagsins.

cartoon porn