Framtíðarmiðuð stefnumótun í upplýsingatæknimálum

MMR_fund1Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð nýlega fyrir stefnumótunarfundi um upplýsingatækni í leik-, grunn- og framháldsskólum. Fundurinn er liður í víðtækari mótun stefnumarkmiða og aðgerðaráætlunnar um þekkingaruppbyggingu í UT. Í stefnumótunarvinnunni sem fór fram á fundinum voru notaðar framtíðarmiðaðar aðferðir til þess að stuðla að framsýni og mótun langtímamarkmiða. Meðal þátttakenda voru fulltrúar skóla, nemenda, fræðasamfélags, fagfélaga, atvinnulífs og fleiri.

Fundargestum var skipt í hópa og fékk hver hópur sviðsmynd sem lýsir stöðu menntunnar árið 2024. Sviðsmyndirnar voru unnar upp úr viðtölum við aðila sem tengjast menntamálum með einum eða öðrum hætti. Fjórar sviðsmyndir voru lagðar til grundvallar hugmyndavinnu hópana sem hver lagði áherslu á mismunandi langtíma markmið:

  1. Menntun kennara á sviði upplýsingatækni
  2. Námsefni og kennsluaðferðir á sviði upplýsingatækni
  3. Þörfum samfélagsins fyrir vel menntaða einstaklinga mætt
  4. Lýðræði og sköpun á sviði upplýsingatækni

MMR_fund2

Hóparnir fengu það verkefni að rekja aftur á bak frá árinu 2024 hvaða aðgerðir höfðu leitt til þeirrar stöðu sem lýst er í sviðsmyndinni – aðferð sem kölluð er á ensku “backcasting” og er vel þekkt í framtíðarfræðum. Hópar þurftu sérstaklega að gera grein fyrir einstökum verkefnum sem þykja líklegust til að hafa tilætluð áhrif, hverjir komu að verkefnunum og hverjir voru helstu ávinngarnir og afurðir.

Raðgjafar og starfsfólk ráðuneytisins munu vinna úr hugmyndunum sem hópar settu fram með það að markmiði að móta framsýn stefnumið og verkefni sem eru líkleg til að skila góðum árangri.

MMR_fund3

free black porn