Monthly Archives: janúar 2014

Samantekt frá fyrsta #menntaspjall ársins um tækni í skólastarfi

Fyrsta #menntaspjall ársins fór fram í morgun, 12. janúar. Umfjöllunarefnið var tækni í skólastarfi. Gestastjórnandi var Ragnar Þór Pétursson og sá hann um að stýra umræðum og leggja fram áleitnar spurningar. Þátttaka var sérlega góð og voru um 400 tíst send manna á milli á þeirri klukkustund sem umræðurnar stóðu yfir. Hér fyrir neðan má sjá samantekt af Twitter. Næsta #menntaspjall verður sunnudaginn, 26. janúar, kl. 11. Umræðuefni verður kynnt síðar. Lesa meira »

Ragnar Þór Pétursson stýrir #menntaspjall sunnudaginn 12. janúar

Á morgun, sunnudaginn, 12.janúar, kl. 11, verður #menntaspjall á Twitter. Gestastjórnandi að þessu sinni er Ragnar Þór Pétursson og umræðuefnið tækni í skólastarfi. #menntaspjall er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um skólamál á Íslandi um hin ýmsu málefni. Skipulagt spjall stendur í um klukkustund en greinar, myndir, vangaveltur, spurningar og hugmyndir má þó setja inn í umræðuna hvenær sem er. Sjá frekari upplýsingar hér. Lesa meira »

Starfsmenntatorg verður til

Áhugafólk um starfsmenntun á Menntavísindasviði HÍ boðaði til umræðufundar í gær, 8. janúar, um starfsmenntun. Þátttaka var mjög góð og mættu um 50 manns, m.a. úr menntamálaráðuneytinu, af Menntavísindasviði, frá skólum, fulltrúar atvinnulífs, og fleiri. Markmiðið með fundinum var að kanna hvernig má auka vægi starfsmenntunnar í umræðu um menntamál. Í framhaldi af fundinum verður leitað leiða til þess að halda umræðunni gangandi. Liður í því er að koma á fót Starfsmenntatorgi í samstarfi við MenntaMiðju og önnur torg sem þegar eru starfandi. Vinna er hafin við uppsetningu vefs Starfsmenntatorgar og verður hann opnaður innan tíðar. Lesa meira »

Kjósið um umræðuefni fyrir #menntaspjall

Á sunnudaginn 12. janúar, kl. 11 verður fyrsta formlega #menntaspjall á Twitter. Ætlunin er að #menntaspjall verði umræðuvettvangur fyrir ýmis málefni sem tengjast menntamálum á Íslandi og gefa skólafólki hvaðanæva af landinu tækifæri til þess að læra, deila og tengjast öðrum. Í umræðum sem haldnar voru í desember síðastliðnum komu fram ýmislega umræðuefni sem þátttakendur hafa áhuga á að taka fyrir. Við höfum ákveðið að hafa opna kosningu um umræðuefnið fyrir fyrsta spjallið 12. janúar. Kosning um umræðuefni fer fram á vefsíðu Ingva Hrannars á http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ Lesa meira »