Ókeypis námskeið um eTwinning

etwinlogo_stLandskrifstofa eTwinning býður upp á ókeypis námskeið um eTwinning áætlun um rafrænt samstarf skóla.

Námskeiðið er í boði á eftirfarandi tímum:
16. maí nk. kl. 9:30-12:00.
16. maí nk. kl. 13:00-15:30.

Staður: Tölvuver 101 í Gimli, Háskóla Íslands (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda).

Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins með áherslu á hvernig leita skal samstarfsaðila og stofna verkefni.

Námskeiðið kostar ekkert – boðið upp á kaffi og með því – allir kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skóla velkomið.

Skráning hér – takmarkaður fjöldi.