Virðing í netmiðlum

The Internet Messenger e. Buky Schwartz.

The Internet Messenger e. Buky Schwartz.

Í vor hélt Kristian Guttesen, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, vinnustofu um virðingu á netinu á vegum MenntaMiðju.

Kristian sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu.

Í vinnustofunni var fjallað um:

 • siðferði á netinu
 • ímynd kvenna í auglýsingum, kvikmyndum og fjölmiðlum

Vinnustofan er ætluð kennurum á unglingastigi grunnskóla og framhaldsskólastigi og öðru áhugafólki um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu.

Hægt er að hafa samband við Kristian í tölvupósti: krg12@hi.is

Glærur og upptökur frá vinnustofunni birtum við hér fyrir neðan. Einnig má nálgast glærurnar á Slideshare síðu MenntaMiðju og upptökurnar á YouTube rás MenntaMiðju.

[slideshare id=35161323&doc=virdinginetmidlum12iii2014-140527054455-phpapp02]

[youtube=https://www.youtube.com/watch?v=q3fOrF-Ww7E&list=PLgUbYjkcu97HWEKXQMDl2zMI54JuuAXcJ]
Náttúrutorg: Lífríkið og útikennsla.

Nú er vorið komið og sumarið handan við hornið. Síðustu menntabúðir þessa vetrar verða fimmtudaginn 22. maí kl. 14:30-16:30 í Sæmundarskóla. Tilvalið er að smella sér og fá hugmyndir sem nýst gætu úti með nemendum núna á vordögum. Að þessu sinni verða tvær vanar konur með innlegg en allar hugmyndir einnig vel þegnar.
#menntaspjall um “Kennarar í 1:1 – eitt tæki á mann”

Á sunnudaginn, 18. maí, kl. 11-12, verður síðasta #menntaspjall fyrir sumarfrí. Umræðuefnið að þessu sinni er “Kennarar í 1:1 – eitt tæki á mann”. Fjallað verður um áhrif tæknivæðingar á kennarastarfið og sér í lagi áhrif þess að kennarar noti eigin tölvu- og samskiptabúnað heim og heiman til að sinna starfi sínu.

Gestastjórnandi er Lára Stefánsdóttir, skólastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga. Lára hefur verið viðloðandi þróun upplýsingatækni til náms og kennslu allt frá níunda áratug síðustu aldar þegar hún m.a. kom að stofnun Ísmenntar, sem segja má að hafi markað upphaf upplýsingatæknivæðingar í skólum landsins. Lára átti einnig sæti í nefnd á vegum Menntamálaráðuneytisins sem hafði umsjón með fyrstu markvissu stefnumótun um upplýsingatækni í námi og kennslu, sem birtist í skýrslu með yfirskriftinni, Í krafti upplýsinga: Tillögur menntamálaráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999.

Eins og vanalega birtum við spurningar fyrirfram til þess að hvetja þátttakendur til að undirbúa svör svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og bregðast við því sem aðrir segja.

Spurningar verða:

 1. Hvaða áhrif hefur það á starf kennarans að hafa stöðugan aðgang að vinnutölvu?
 2. Hvaða áhrif á samskipti kennara og nemenda hefði það ef allir kennarar hafa stöðugan aðgang að vinnutæki?
 3. Hvaða áhrif hefur það á nýtingu kennara á upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu að hafa stöðugan aðgang að vinnutæki?
 4. Hvernig myndi breytingin, að hver kennari hafi eitt vinnutæki heima og í skólanum, hafa áhrif á vinnumagn kennara?Náttúrutorg: Málstofa 21. maí

RAUN- Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun  fær góða gesti miðvikudaginn 21. maí  kl.15:00-17:00 í stofu H101 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Þeir Brant G. Miller frá Háskólanum í Idaho og Joel Donna frá Háskólanum í Minnesota koma og verða með erindi um tvö verkefni tengd náttúrufræðimenntun. Ágripin má finna á ensku hér að neðan. Allir velkomnir

Title: Using the Adventure Learning Approach to Communicate Climate Science: Lessons Learned and Future Directions

Abstract: Effectively communicating scientific research has taken on greater importance as climate change increasingly impacts the world we live in. It is incumbent upon the science and education communities to produce and deliver curriculum
UT-Torg: Menntabúðir III 2014 – fréttir

20140410_175812

Fimmtudaginn 10. apríl sl. voru haldnar UT-menntabúðir í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Að þessu sinni var annað snið á búðunum. Í staðinn fyrir að skipta svæðinu í nokkrar stöðvar þar sem eitt viðfangsefni er kynnt á hverri stöð, var einungis ein stöð og fóru allar kynningarnar fram þar.

Kristín Jónsdóttir kynnti FlipGrip, 90 sek. video-frásögn. Kennari leggur fram spurningu sem nemendur svara í 90 sek. myndskeiði.
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir kynnti Powtoon, hvernig það er nýtt í ljósmyndunarkennslu. Einnig hvernig Smore er nýtt í upplýsingatæknikennslu.<br
Ókeypis námskeið um eTwinning

etwinlogo_stLandskrifstofa eTwinning býður upp á ókeypis námskeið um eTwinning áætlun um rafrænt samstarf skóla.

Námskeiðið er í boði á eftirfarandi tímum:
16. maí nk. kl. 9:30-12:00.
16. maí nk. kl. 13:00-15:30.

Staður: Tölvuver 101 í Gimli, Háskóla Íslands (innangengt úr bæði Háskólatorgi og Odda).

Farið verður í grunnatriði eTwinning-kerfisins með áherslu á hvernig leita skal samstarfsaðila og stofna verkefni.

Námskeiðið kostar ekkert – boðið upp á kaffi og með því – allir kennarar, skólastjórnendur og starfsfólk skóla velkomið.

Skráning hér – takmarkaður fjöldi.
#menntaspjall tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

heimiliogskoliÍ dag fer fram afhending Foreldraverðlauna Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Verðlaunin eru veitt í 19. sinn. Meðal verkefna sem eru tilnefnd til verðlaunana að þessu sinni er #menntaspjall, samstarfsverkefni MenntaMiðju og Ingva Hrannars Ómarssonar.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla eru ætluð að vekja athygli á starfsemi skóla á öllum stigum og verkefnum sem styðja við samstarf skóla, foreldra og samfélags.
Samantekt frá #menntaspjall um samfélagsmiðla í námi og kennslu

Í gær, sunnudaginn 4. maí, fór fram #menntaspjall á Twitter um samfélagsmiðla í námi og kennslu. Gestastjórnandi að þessu sinni var Svava Pétursdóttir, nýdoktor á Menntavísindasviði HÍ. Samantekt af samræðunum má nálgast hér.

Eins og vaninn er á #menntaspjall rásinni voru umræður mjög líflegar og margt áhugavert sem kom fram. Skólafólk hefur aðgang að mjög fjölbreyttu úrvali samfélagsmiðla sem bjóða upp á ólíka möguleika í námi og kennslu. Reyndar svo ólíka að það er ef til vill ástæða til að skerpa á skilgreiningunni á íslenska hugtakinu “samfélagsmiðlar” til að endurspegla betur þá flóru.

Margt skólafólk leitar leiða til að nýta samfélagsmiðla í námi og kennslu og hefur sumt gengið vel en annað ekki. Meðal hindrana sem voru ræddar eru aldur nemenda og aðgengi að sumum samfélagsmiðlum (t.d. er 14 ára aldurstakmark á Facebook), persónuverndarsjónarmið, hæfni skólafólks og fleira. Þrátt fyrir það þá er augljóst að skólafólkið sem tók þátt í spjallinu sér spennandi möguleika í aukinni notkun samfélagsmiðla og nauðsyn þess að nýta þá í nútímaskólastarfi.
#menntaspjall um samfélagsmiðla í námi og kennslu

Á morgun, sunnudag 4. maí, kl. 11-12, verður #menntaspjall á Twitter um samfélagsmiðla í námi og kennslu. Gestastjórnandi #menntaspjall er að þessu sinni  Svava Pétursdóttir (@SvavaP), verkefnastjóri Náttúrutorgs og nýdoktor við Menntavísindsvið. Svava sótti þjálfun á vegum Pestalozziáætlunarinnar um notkun samfélagsmiðla til lýðræðisþátttöku síðasta vetur, síðan hefur hún rætt við og unnið með kennarahópum sem áhuga hafa haft á miðlunum í skólastarfi.

 Við höfum birt spurningar með dags fyrirvara til þess að hvetja þátttakendur til að lesa í gegnum spurningarnar og undirbúa jafnvel svörin svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja.

Spurningarnar verða:

 1. Hvernig skilur þú orðið samfélagsmiðill?
 2. Hvernig nýtir þú samfélagsmiðla í eigin þekkingarleit og símenntun?
 3. Hvernig má nota mismunandi samfélagsmiðla með nemendum til náms og samskipta? Hvernig eruð þið að nýta þá í  kennslu?
 4. Miðlun skólastarfsins útávið, samskipti við foreldra og samfélagið, hverjir eru möguleikarnir?
 5. Skil á milli einkalífs og vinnu á samfélagsmiðlum, hver er ykkar upplifun?

Ef tími vinnst til:

 • Hvaða umræða hefur átt sér stað í þínum skóla eða hvaða viðmið hafa verið sett varðandi samfélagmiðla, öryggi, persónuvernd, miðlun mynda og vinnu nemenda?
 • Hvaða kosti eða galla sjáið þið þegar bornir eru saman almennir samfélagsmiðlar (t.d. Facebook, Twitter, Pintrest) og sérhönnuð námumsjónarkerfi (t.d. Moodle)?