Monthly Archives: ágúst 2014

UT Torg: Haustsmiðjur 2014 – Spjaldtölvunámskeið

Skemmtilegir og áhugasamir kennarar mættu á Haustsmiðjur Reykjavíkurborgar sem haldin var í Álftamýrarskóla 11. og 12. ágúst. Viðfangsefnið var spjaldtölvur í námi og kennslu, þrjár leiðir voru í boði; byrjendur, yngsta stig og elsta stig. Dr. Svava Pétursdóttir nýdoktor við Menntavísindasvið, fjallaði um af hverju ætti að velja spjaldtölvur í námi og kennslu. Sjá glærur. Rakel G. Magnúsdóttir fjallaði um fyrstu skrefin við innleiðingu spjaldtölva í skólastarf og deildi reynslu sinni bæði frá leikskólanum Bakkabergi og núverandi vinnustað hennar Kelduskóla. Sjá glærur. Lesa meira »

Styrkir fyrir eTwinning vinnustofu um forritun

Tveir styrkir í boði til að sækja eTwinning símenntunarvinnustofa um forritun í Tallin 25-27. september nk. Útgangspunktur vinnustofunnar er mikilvægi þess að nemendur skilji þá tækni sem þeir sjá allt í kringum sig. Forritun er lykilatriði í þessu sambandi. Vinnustofan er skipulögð af landskrifstofu eTwinning í Eistlandi. Fyrir hverja? Vinnustofan er fyrir grunnskólakennara í öllum fögum (cross curricular). Dagskráin fer fram á ensku. Styrkur fyrir tvo kennara: Landskristofa eTwinning á Íslandi, Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, greiðir ferðakostnað, gistingu, uppihald fyrir tvo íslenska þátttakenda, helst frá sama skóla. UMSÓKNARFRESTUR til og með 19. ágúst nk. Áhugasamir sækið um hér. Smellið hér fyrir frekari upplýsingar  Lesa meira »

Ný skýrsla OECD um nýsköpun í skólastarfi

OECD sendi nýverið frá sér skýrsluna Measuring innovation in education: A new perspective. Í henni er sjónum beint að nýsköpun í skólastarfi og kynntar niðurstöður úr víðtækri könnun á nýsköpun í skólastarfi. Áhugi á nýsköpun í skólastarfi hefur aukist töluvert á undanförnum árum og er til marks um það að margar stefnubreytingar undanfarinna ára eru sérstaklega ætlaðar að auka svigrúm skólafólks í starfi og hvetja þannig til nýsköpunar. En vantað hefur að skilgreina nákvæmlega hvað telst til nýsköpunar í skólastarfi og hvernig meta skuli árangur. Skýrsluhöfundar taka á þessum erfiðu viðfangsefnum og leggja grunn að frekari umræðu um þessi mál. ... Lesa meira »