Monthly Archives: september 2014

Hvað eru samfélagsmiðlar og til hvers notum við þá?

Við á MenntaMiðju og fulltrúar torganna, sem við erum í samstarfi með, leggjum mikla áherslu á að starfssamfélög skólafólks nýti sér samfélagsmiðla til að deila þekkingu og reynslu. Sumum finnst þó óljóst hvað felst í hugtakinu “samfélagsmiðlar”. Þetta kemur ekki á óvart, enda er hugtakið gjarnan notað til að vísa til ótal ólíkra rafrænna miðla, sem sumir hverjir eiga lítið sameiginlegt. T.d. eru Facebook og WordPress vefir báðir lýstir sem samfélagsmiðlar þrátt fyrir að vera töluvert ólíkir bæði hvað varðar útlit og virkni. Það er samt svo að við sjáum nægilega margt sameiginlegt með þessum miðlum að við leyfum okkur ... Lesa meira »

#menntaspjall um læsi

Á sunnudaginn, 21. september, kl. 11-12, verður #menntaspjall um læsi. Gestastjórnendur eru Jenný Gunnbjörnsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Hólmfríður Árnadóttir sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Spurningarnar sem þær munu leggja fyrir þátttakendur eru: Hvað er læsi? Hvernig má skapa námsumhverfi sem stuðlar að læsi og virkri þátttöku nemenda? Hvaða áhrif hefur tæknin haft á læsi og lestur? Hvernig er hægt að efla samvinnu milli skólastiga varðandi læsi? Hvernig miðlum við nýrri fræðilegri og hagnýtri þekkingu á lestri og læsi til íslenskra kennara á skilvirkan hátt? Frekari upplýsingar eru að finna á vef Ingva Hrannars Ómarssonar. Lesa meira »

Samantekt frá #menntaspjall: Samstarf skóla og safna um nám utan skólastofunnar

Samantekt frá fyrsta #menntaspjall um samstarf skóla og safna um nám utan skólastofunnar er komið á netið. Spjallið var mjög líflegt og fróðlegt. Mikið var rætt um að auka samstarf safnfræðslufulltrúa og skólafólks og voru settar fram nokkrar hugmyndir um verkefni sem vonandi fara af stað í framtíðinni. Heildaryfirlit yfir spjallið má sjá á vef Ingva Hrannars Ómarssonar. Einnig bendum við á yfirlit yfir fyrri umræður á #menntaspjall. Lesa meira »

#menntaspjall um samstarf skóla og safna um nám utan skólastofunnar

Í fyrsta #menntaspjalli MenntaMiðju vetrarins, sem fer fram sunnudaginn, 7. september, kl. 11-12, verður rætt um fræðslustarf í söfnum og samstarf skólafólks og safnfræðslufulltrúa um að skapa skemmtileg og fróðleg tækifæri til náms utan skólastofunnar. Hér eru gagnlegar upplýsingar um #menntaspjall fyrir þátttakendur.  Gestastjórnandi er Hlín Gylfadóttir, safnfræðslufulltrúi í Þjóðminjasafni Íslands og meistaranemi í safnafræði við HÍ. Samfara náminu var Hlín starfsnemi í Minnesota Children’s Museum í St. Paul, Minnesota, en í safninu hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf í safnfræðslu frá stofnun þess fyrir rúmlega 20 árum. Spurningar eru birtar fyrirfram og þátttakendur hvattir til að undirbúa sig svo góður ... Lesa meira »