Á sunnudaginn, 21. september, kl. 11-12, verður #menntaspjall um læsi. Gestastjórnendur eru Jenný Gunnbjörnsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Hólmfríður Árnadóttir sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Spurningarnar sem þær munu leggja fyrir þátttakendur eru:
- Hvað er læsi?
- Hvernig má skapa námsumhverfi sem stuðlar að læsi og virkri þátttöku nemenda?
- Hvaða áhrif hefur tæknin haft á læsi og lestur?
- Hvernig er hægt að efla samvinnu milli skólastiga varðandi læsi?
- Hvernig miðlum við nýrri fræðilegri og hagnýtri þekkingu á lestri og læsi til íslenskra kennara á skilvirkan hátt?
Frekari upplýsingar eru að finna á vef Ingva Hrannars Ómarssonar.