SAMspil 2015: UT-átak MenntaMiðju

SAMspillogogreyapplMenntaMiðja fær 5 m.kr. styrk til að sjá um fræðslu um upplýsingatækni fyrir kennara á öllum skólastigum

Síðastliðin nóvember óskaði Rannís eftir tilboðum í framkvæmd og utanumhald á námskeiðum fyrir kennara á leik-, grunn og framhaldsskólastigi á sviði upplýsingatækni. Tilboð MenntaMiðju, sem hefur hlotið heitið Samspil 2015: UT-átak MenntaMiðju, varð fyrir valinu og eru áætlaðar 5 m.kr. í verkefnið. Átakið hefst í febrúar, 2015.

Samspil 2015: UT-átak MenntaMiðju er heildstætt verkefni þar sem nýttar verða fjölbreyttar leiðir til að stuðla að og styðja við notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Verkefnið nær yfir eitt ár og samanstendur af staðbundin námskeið, fræðsluefni á netinu og eftirfylgni í tengslum við starfsemi MenntaMiðju, torga og annarra samstarfsaðila.

Verið er að undirbúa kynningarefni og vefsvæði fyrir verkefnið og verður það kynnt síðar.