UT-torg: Menntabúðir vor 2015

3._feb_2015_mm

Vormisserið 2015 verða haldnar 4 menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu. Alltaf á sama tíma kl. 16:15-18:15 í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.

Skráning er nauðsynleg, með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan ferðu á auglýsingasíðu þar sem þú getur skráð þig.

Menntabúðir 3. febrúar 2015. Þema: BETT (Bestu Ensku Tækni Trixin)
Menntabúðir 3. mars 2015. Þema: Skýjalausnir í skólastarfi
Menntabúðir 23. mars 2015. Þema: Samfélagsmiðlar í skólastarfi 23._mars_2015_mm
Menntabúðir 27. apríl 2015. Þema: Sköpun, tjáning, miðlun.
Nánar auglýst síðar.
27._april_2015_mm#menntaspjall um náttúrufræðimenntun 25. janúar, kl. 11-12

 

#menntaspjall - Umræður skólafólks á Twitter annan hvern sunnudag.

#menntaspjall – Umræður skólafólks á Twitter annan hvern sunnudag.

Undanfarin misseri hefur verið töluverð umræða um mikilvægi náttúrufræðimenntunar á öllum skólastigum, enda eru þær undirstaða allrar tækniþróunnar. Í #menntaspjall á Twitter á sunnudaginn, 25. janúar, kl. 11-12 verður rætt um leiðir til að efla náttúrufræðimenntun í íslenskum skólum. Gestastjórnendur eru Ester Ýr Jónsdóttir (@Ester_Yr) og Birgir U. Ásgeirsson (@birgirua), verkefnisstjórar NaNO verkefnisins, sem snýr að eflingu raungreina í grunn- og framhaldsskólum.

Spurt verður:
1. Hver ætti að vera tilgangur og markmið náttúrufræðimenntunar á Íslandi í dag?
2. Hvernig ætti að haga kennslu í nátttúrufræði og raungreinum til að mæta þeim markmiðum?
3. Hverjir eru styrkleikar náttúrufræði-/raunvísindakennslu núna?
4. Hverjar eru helstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í náttúrufræðikennslu?
5. Hvað getum við sem kennarar gert til að efla náttúrufræðimenntun?
6. Hvert er mikilvægi símenntunar náttúrufræði/raunvísinda-kennara og hvernig viljið þið að símenntun sé háttað?

Hvernig get ég tekið þátt í #menntaspjall á Twitter?

[vimeo http://vimeo.com/83581540]

 
Sérkennslutorg: Augnstýring

Augnstýribúnaður er gagnlegur fyrir nemendur sem af einhverjum völdum nýta sér ekki hefðbundnar tjáskiptaleiðir. Augnstýribúnaður hefur verið notaður með góðum árangri með einstaklingum sem hafa skerta hreyfifærni en hafa stjórn á augnhreyfingum. Lesa meira >>
Náttúrutorg: Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun? Námskeið á vorönn 2015

Námskeiðið Hvað segja rannsóknir um náttúrufræðimenntun er eitt af þeim sem boðið er uppá  núna í vor við Menntavísindasvið, bæði er hægt að taka námskeiðið með og án eininga. Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi er varða náttúrufræðinám, kennslu og skólastarf. Lesa meira >>
Tungumálatorg: Velkomin – nýr vefur á Tungumálatorginu

Velkomin – úrræði fyrir móttöku og samskipti er samskiptatæki til að auðvelda skólum móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur með annað móðurmál en íslensku og foreldra þeirra.

Velkomin - úrræði fyrir móttöku og samskipti

 

Eins og fram kemur á upplýsingasíðu vefsins kom í ljós við þróun verkefnisins að efnið hentar einnig vel til tungumálanáms og styður markvisst við félagsleg tengsl nýju nemendanna við samnemendur sína. Lesa meira >>
SAMspil 2015: UT-átak MenntaMiðju

SAMspillogogreyapplMenntaMiðja fær 5 m.kr. styrk til að sjá um fræðslu um upplýsingatækni fyrir kennara á öllum skólastigum

Síðastliðin nóvember óskaði Rannís eftir tilboðum í framkvæmd og utanumhald á námskeiðum fyrir kennara á leik-, grunn og framhaldsskólastigi á sviði upplýsingatækni. Tilboð MenntaMiðju, sem hefur hlotið heitið Samspil 2015: UT-átak MenntaMiðju, varð fyrir valinu og eru áætlaðar 5 m.kr. í verkefnið. Átakið hefst í febrúar, 2015.

Samspil 2015: UT-átak MenntaMiðju er heildstætt verkefni þar sem nýttar verða fjölbreyttar leiðir til að stuðla að og styðja við notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Verkefnið nær yfir eitt ár og samanstendur af staðbundin námskeið, fræðsluefni á netinu og eftirfylgni í tengslum við starfsemi MenntaMiðju, torga og annarra samstarfsaðila.

Verið er að undirbúa kynningarefni og vefsvæði fyrir verkefnið og verður það kynnt síðar.
Alþjóðleg ráðstefna um vendinám

flip_logoÍ tengslum við Erasmus verkefnið FLIP – Flipped Learning in Praxis, sem MenntaMiðja er aðili að, verða haldndar alþjóðleg ráðstefna og vinnubúðir um vendinám 14. apríl 2015.

Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar „Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day“. Í kjölfar ráðstefnunnar gefst þátttakendum kostur á að sækja vinnubúðir þar sem þeir geta prófað sig áfram í tæknimálum og kennsluháttum, ásamt því hvernig þeir eiga að undirbúa námsefni og kennslustundir í vendinámi. Markmiðið er að gefa þátttakendum innsýn í hvernig hægt er að innleiða vendinám á mismunandi skólastigum, hvort heldur sem er í stökum áföngum eða í öllu skólastarfinu.
Frekari upplýsingar eru á vef Keilis, sem stýrir Erasmus verkefninu og sér um skipulag ráðstefnunar.Fyrsta #menntaspjall ársins um menntabúðir

Fyrsta #menntaspjall á nýja árinu verður á Twitter á sunnudaginn, 11. janúar, kl. 11-12. Að þessu sinni verður umræðuefnið Menntabúðir og er gestastjórnandi Bjarndís Fjóla Jónsdóttir (@bjarjons) sem stýrir UT-torgi hefur skipulagt fjölda menntabúða fyrir hönd UT-torgs í samstarfi við MenntaMiðju og Rannsóknarstofu í UT og miðlun.

Spurningarnar fyrir spjallið verða:

  1. Hvernig hafa menntabúðir gagnast ykkur í kennslu og starfsþróun?
  2. Hvað hafa menntabúðir fram yfir aðrar leiðir til símenntunar og starfsþróunar?
  3. Hvernig mætti hvetja kennara til aukinnar þátttöku í menntabúðum?
  4. Hvernig mætti nota menntabúðir til að miðla þekkingu og reynslu milli landsvæða?
  5. Hvernig mætti tengja menntabúðir betur við starfsþróun kennara í einstökum skólum?
  6. Hvaða hindranir eru fyrir því að menntabúðir gagnist sem leið til símentunar og starfsþróunar fyrir kennara?


Á menntabúðum kemur fólk saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Menntabúðir stuðla að tengslamyndun og samvinnu fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu nýrrar tækni og miðla í skólastarfi. Menntabúðir eru áhrifarík leið til að skapa jafningjaumhverfi þar sem þátttakendur læra saman og prófa sig áfram með ýmis áhugaverð viðfangsefni.