#Menntaspjall um teymiskennslu á Twitter

TeymiskennslaSunnudaginn 22.febrúar, kl. 11-12, verður #menntaspjall um ‘Tækifæri og hindranir Teymiskennslu’. Gestastjórnandi er Jóhanna Þorvaldsdóttir, kennari í teymiskennsluskólanum Árskóla á Sauðárkróki.

Teymiskennsla hefur notið vaxandi vinsælda í íslenskum skólum undanfarin ár en þar deila tveir eða fleiri kennarar ábyrgð fyrir hópi nemenda og sinna kennslu. Fjölmargir íslenskir skólar hafa innleitt teymiskennslu en leiðirnar eru margar og ólíkar. Við viljum heyra ykkar upplifun og tilfinningu fyrir slíkri vinnu og hvernig hún hefur áhrif á nám og kennslu í grunnskólum landsins.

Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar eru:

 1. Hvað einkennir gott kennarateymi?
 2. Er teymiskennsla hindrun eða tækifæri fyrir kennara sem vill reyna nýjar kennsluaðferðir?
 3. Hvað ætti stjórnandi að hafa í huga þegar hann setur saman kennarateymi?
 4. Hvað græða nemendur á teymiskennslu?
 5. Hvernig má nýta teymiskennslu til að auðvelda einstaklingsmiðað nám?Heimspekitorg: Tíu heimspekiverkefni fyrir framhaldsskóla

Guðrún Hólmgeirsdóttir, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, er höfundur tíu heimspekiverkefna sem birtast hér í rafrænu hefti. Lesa meira »
Nemar stýra #menntaspjalli um samskipti vettvangs við nema í menntunarfræðum

Sunnudaginn 8. september, kl. 11-12, verður #menntaspjall um samskipti vettvangs og nema í menntunarfræðum á Twitter. Gestastjórnendur eru Andri Rafn Ottesen, nemi í kennslufræði, og Sólveig Sigurðardóttir (@sollasig91), nemi í uppeldis- og menntunarfræðum.

Þegar niðurstöður TALIS könnunar OECD voru kynntar síðasta sumar skapaðist töluverð umræða um námsfyrirkomulag í menntunarfræðum og sér í lagi samskipti vettvangs við nema og nýútskrifaða. Niðurstöður TALIS sýndu að miklu skiptir að nemar séu vel undir það búnir að hefja störf, að þeir viti hvaða væntingar verða gerðar til þeirra og að hugað sé að því á vinnustöðum hvernig tekið er á móti nýútskrifuðu fólki.

Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar eru:

 1. Hvernig stuðlum við að aukinni þátttöku nema í starfsþróun meðan þeir eru enn í námi?
 2. Hvernig ætti að taka á móti nemum eða nýútskrifuðum á vettvangi?
 3. Hverjir eru helstu veikleikar í menntun fólks í menntunarfræðum?
 4. Hvað geta nemar gert meðan þeir eru í námi til að undirbúa sig sem best fyrir störf í menntageiranum?
 5. Hverjar eru helstu þekkingar- og hæfniþarfir menntageirans í dag?
 6. Hvað geta nemar gert til að skera sig úr hópnum í augum vinnuveitenda?

Hefurðu aldrei tekið þátt í #menntaspjall? Sjáðu leiðbeiningar í þessu gagnlega myndskeiði Ingva Hrannars Ómarssonar:

[vimeo 83581540]
UT-torg: Menntabúðir 3. febúar – fréttir

Menntabúðir 3. febrúar 2015

Þriðjudaginn 3. febrúar voru fyrstu UT Menntabúðir vormisseris haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þemað að þessu sinni var BETT sýningin og um 50 manns mættu til að fræðast og spjalla saman. Mjög fróðlegt var að heyra frá þeim sem fóru á sýninguna sem var greinilega mjög áhugahvetjandi.

Að vanda var svæðinu skipt í nokkrar stöðvar, þátttakendur röltu á milli og ræddu um það markverðasta á sýningunni. Í lokin fóru fram mjög áhugaverðar hringumræður þar var m.a. rædd sú staðreynd að mikill skortur er á rafrænu kennsluefni. Einnig var rætt um þvívíddarprentun og hvar hún ætti heima í skólastarfinu, niðurstaðan var að …read more