#Eymennt – Menntabúðir á Norðurlandi

eymenntÍ dag, 26. janúar, 2016, verða menntabúðir haldnar í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta eru fimmtu menntabúðir af átta sem haldnar eru á þessu skólaári. Að verkefninu koma Hrafnagilsskóli, Brekkuskóli á Akureyri, Þelamerkurskóli og Dalvíkurskóli og er það styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Menntabúðir eru jafningjafræðsla þar sem komið er saman og þeir þátttakendur sem það vilja geta deilt eigin þekkingu og reynslu í óformlegu umhverfi. Menntamiðja hefur í samstarfi við UT-torg og RANNUM staðið fyrir fjölda menntabúða undanfarin ár. Reynslan hefur sýnt að menntabúðir eru frábær leið til að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal kennara, tengslamyndun og starfsþróun.

Tiltölulega auðvelt er að skipuleggja menntabúðir. Það eina sem þarf er staður, stund og fólk sem er tilbúið að miðla og læra. Þátttakendurnir sjálfir sjá um afganginn.

Hægt er að fylgjast með samræðum þátttakenda á Twitter undir umræðumerkinu #eymennt