Menntamiðja þátttakandi í Erasmus+ verkefni um MOOC og nýsköpun

Í janúar 2016 hófst nýtt Erasmus+ verkefni sem Menntamiðja tekur þátt í. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka og hanna s.k. MOOC námskeið, sem eru opin netnámskeið með miklum fjölda þátttakenda. Auk Menntamiðju eru samstarfsaðilar Civitas Collegium í Póllandi, Háskólinn í Northampton í Bretlandi og ę-Samtök um skapandi frumkvæði í Póllandi. Námskeiðin sem verða hönnuð eru ætluð að kenna grunnatriði í nýsköpunarfræðum. Framlag Menntamiðju er fyrst og fremst sérfræðiþekking á kennslu á netinu og með samfélagsmiðlum og er byggt á reynslu af Samspil 2015 verkefninu.