Orðstír deyr aldregi… Málþing um stafræna borgaravitund í menntun og uppeldi

Takið daginn frá! Dr. Jason Ohler, sérfræðingur um upplýsingatækni í skólastarfi verður aðalfyrirlesari á málþingi sem verður 2. júní kl. 14-17 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð í ReykjavíkNánari dagskrá verður birt í næstu viku.

Skráning á málþingið er neðst á síðunni eða hér.

Meðal aðstandenda málþingsins er RANNUM – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar3f – félag um upplýsingatækni í menntun, Heimili og skóliSAFT verkefnið og Menntamiðja.

Ohler2

Aðalfyrirlesari verður Dr. Jason Ohler, prófessor emerítus í Educational Technology and Virtual Learning við Háskólann í Alaska. Dr. Ohler er frumkvöðull sem kom á fót eina fyrstu námsleið á meistarastigiframhaldsnámi í upplýsingatækni í skólastarfi fyrir starfandi kennara sem var þá með fyrstu námsbrautum af þeim toga í heiminum. Hann hefur komið víða við á starfsferlinum og hefur hann meðal annars unnið að verkefnum á sviði stafræns læsis, stafrænnar borgarvitundar og margvísleg stefnumótunarverkefni. Dr. Ohler starfar nú við Fielding Graduate háskólann í Kaliforníu þar sem hann sinnir rannsóknastörfum og leiðbeinir doktorsnemum á nýju fræðasviði sem tengir sálfræði og notkun nýrra miðla og tækni (media pychology). Nýjasta bók Dr. Ohlers, Four Big Ideas for the Future: Understanding Our Innovative Selves, er byggð á erindum sem hann hefur flutt víða um heim undanfarin ár.

[youtube id=YxCLbwPxjRI]

Meðal áhugaverðra skrifa Dr. Ohler um stafræna borgaravitund er eftirfarandi efni:

Ohler, J. B. (2010). Digital community – digital citizen. Thousands Oaks, CA: Corwin.
Ohler, J. (2012). Digital citizenship means character education for the digital age. The Education Digest, 77(8), 14-17.