Framtíðatorg: Ný framsýnisskýrsla frá New Media Consortium

2016-nmc-technology-outlook-au

New Media Consortium (NMC) hefur gefið út framsýnisskýrslu um tækni í háskólakennslu í Ástralíu. NMC gefur reglulega út skýrslur um framtíðarsýn á innleiðingu tækninýjunga á ýmsum skólastigum og mismunandi stöðum í heiminum.

Í nýju skýrslunni er sjónum beint að Ástralíu en spárnar sem birtar eru eru mjög samhljóða spám fyrir önnur þróuð lönd. Meðal tækninýjunga sem fjallað er um eru gagnaukinn veruleiki (augmented reality), vendinám (sem má deila um hvort sé tækninýjung), íklæðanleg tækni (snjallúr, gleraugu og þess háttar) og tækni sem lagar sig að námsgetu hvers og eins.

Hægt er að sækja skýrsluna hér (PDF skjal).

…Lesa meira

Uppruni: http://framtidatorg.menntamidja.is/ny-framsynisskyrsla-fra-new-media-consortium/