Orðstír deyr aldregi… Málþing um stafræna borgaravitund í menntun og uppeldi

Málþingið verður 2. júní 2016 kl. 14-17 í Hamri í aðalbyggingu Menntavísindasviðs (MVS) Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Á málþinginu verður fjallað um borgaravitund, tækniþróun og framtíð menntunar. Rætt verður um ýmis málefni sem tengjast uppvexti og menntun, námi, kennslu og starfsþróun í tengdum heimi, svo sem netorðstír, stafræn réttindi og stefnumótun. Aðstandendur málþingsins eru RANNUM – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, MVS, 3f – félag um upplýsingatækni í menntun, Heimili og skóli, Saft verkefnið, Menntamiðja og Reykjavíkurborg.

Aðalfyrirlesari verður Dr. Jason Ohler sem er Professor Emeritus í Educational Technology and Virtual Learning við University of Alaska. Tækifæri gefst til að spjalla við Dr. Ohler að loknu erindi hans og jafnframt verða málefni kynnt og síðan rædd með aðferðinni „Fishbowl“, þar sem framsaga er stutt en þátttakendur taka virkan þátt í umræðunni.

 

Dagskrá

14.00-14.10 Stofa H207

Setning málþings: Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

14.10-15.00
Ohler Dr. Jason Ohler: Emerging technology, digital citizenship and the future of learning

15.00-15.15 Kaffihlé

15:15-15:45
Stuttar kynningar framsögufólks í pallborði á væntanlegum umræðuefnum
Hringborðsumræða með Jason Ohler

15:45-17:00 Fiskabúrs umræða

17:00 Léttar veitingar í Fjöru

Fundarstjóri: Tryggvi B. Thayer, verkefnisstjóri Menntamiðju

Framsögufólk í pallborði og fiskabúrsumræðu:

alexandra Alexandra Rós Aldísardóttir, fulltrúi frá Ungmennaráði SAFT: Um netorðstír
elinborg Elínborg Siggeirsdóttir formaður 3f   félags um upplýsingatækni í menntun: Hvernig getum við sinnt fræðslu um stafræna borgaravitund í grunnskólunum?
hildur Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi Garðaskóla: „Bíddu, ég þarf bara aðeins að kíkja…“
 rosa Rósa Harðardóttir skólasafnskennari Langholtsskóla: eTwinning og stafræn borgaravitund
 salvor Salvör Gissurardóttir lektor Háskóla Íslands: Samlagsfélög í netheimum
 sara Sara Daðadóttir kennaranemi Háskóla Íslands: „Free the nipple“ umræða um myndbirtingar og valdeflingu
 solveig Sólveig Jakobsdóttir dósent Háskóla Íslands: Stafræn borgaravitund í kennaramenntun og starfsþróun
 sverrir Sverrir Hrafn Steindórsson meistaranemi Háskóla Íslands: Stafræn réttindi og menntun
 tobba Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri Reykjavíkurborg: Starfshópur um ábyrga notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi

 

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig í síðasta lagi 1. júní á http://goo.gl/forms/ndDQI9jY0FVTAxzn1.

hi3fheimiliskolirannumsaftmmidjarvik