Orðstír deyr aldregi… Málþing um stafræna borgaravitund í menntun og uppeldi

Málþingið verður 2. júní 2016 kl. 14-17 í Hamri í aðalbyggingu Menntavísindasviðs (MVS) Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Á málþinginu verður fjallað um borgaravitund, tækniþróun og framtíð menntunar. Rætt verður um ýmis málefni sem tengjast uppvexti og menntun, námi, kennslu og starfsþróun í tengdum heimi, svo sem netorðstír, stafræn réttindi og stefnumótun. Aðstandendur málþingsins eru RANNUM – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, MVS, 3f – félag um upplýsingatækni í menntun, Heimili og skóli, Saft verkefnið, Menntamiðja og Reykjavíkurborg.

Aðalfyrirlesari verður Dr. Jason Ohler sem er Professor Emeritus í Educational Technology and Virtual Learning við University of Alaska. Tækifæri gefst til að spjalla við Dr. Ohler að loknu erindi hans og jafnframt verða málefni kynnt og síðan rædd með aðferðinni „Fishbowl“, þar sem framsaga er stutt en þátttakendur taka virkan þátt í umræðunni.

 

Dagskrá

14.00-14.10 Stofa H207

Setning málþings: Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla

14.10-15.00
Ohler Dr. Jason Ohler: Emerging technology, digital citizenship and the future of learning

15.00-15.15 Kaffihlé

15:15-15:45
Stuttar kynningar framsögufólks í pallborði á væntanlegum umræðuefnum
Hringborðsumræða með Jason Ohler

15:45-17:00 Fiskabúrs umræða

17:00 Léttar veitingar í Fjöru

Fundarstjóri: Tryggvi B. Thayer, verkefnisstjóri Menntamiðju

Framsögufólk í pallborði og fiskabúrsumræðu:

alexandra Alexandra Rós Aldísardóttir, fulltrúi frá Ungmennaráði SAFT: Um netorðstír
elinborg Elínborg Siggeirsdóttir formaður 3f   félags um upplýsingatækni í menntun: Hvernig getum við sinnt fræðslu um stafræna borgaravitund í grunnskólunum?
hildur Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi Garðaskóla: „Bíddu, ég þarf bara aðeins að kíkja…“
 rosa Rósa Harðardóttir skólasafnskennari Langholtsskóla: eTwinning og stafræn borgaravitund
 salvor Salvör Gissurardóttir lektor Háskóla Íslands: Samlagsfélög í netheimum
 sara Sara Daðadóttir kennaranemi Háskóla Íslands: „Free the nipple“ umræða um myndbirtingar og valdeflingu
 solveig Sólveig Jakobsdóttir dósent Háskóla Íslands: Stafræn borgaravitund í kennaramenntun og starfsþróun
 sverrir Sverrir Hrafn Steindórsson meistaranemi Háskóla Íslands: Stafræn réttindi og menntun
 tobba Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir verkefnisstjóri Reykjavíkurborg: Starfshópur um ábyrga notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi

 

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig í síðasta lagi 1. júní á http://goo.gl/forms/ndDQI9jY0FVTAxzn1.

hi3fheimiliskolirannumsaftmmidjarvik
Framtíðatorg: Ný framsýnisskýrsla frá New Media Consortium

2016-nmc-technology-outlook-au

New Media Consortium (NMC) hefur gefið út framsýnisskýrslu um tækni í háskólakennslu í Ástralíu. NMC gefur reglulega út skýrslur um framtíðarsýn á innleiðingu tækninýjunga á ýmsum skólastigum og mismunandi stöðum í heiminum.

Í nýju skýrslunni er sjónum beint að Ástralíu en spárnar sem birtar eru eru mjög samhljóða spám fyrir önnur þróuð lönd. Meðal tækninýjunga sem fjallað er um eru gagnaukinn veruleiki (augmented reality), vendinám (sem má deila um hvort sé tækninýjung), íklæðanleg tækni (snjallúr, gleraugu og þess háttar) og tækni sem lagar sig að námsgetu hvers og eins.

Hægt er að sækja skýrsluna hér (PDF skjal).

…Lesa meira

Uppruni: http://framtidatorg.menntamidja.is/ny-framsynisskyrsla-fra-new-media-consortium/
Framtíðatorg: Af hverju að breyta námskrám: Framtíðarmiðuð aðalnámskrá Finnlands

Finnskir skólar leggja drög að framtíðarmiðaðri námskrá fyrir haustið 2016
Grein eftir Skúlínu Hlíf Kjartansdóttur

…Lesa meira

Uppruni: http://framtidatorg.menntamidja.is/af-hverju-ad-breyta-namskram-framtidarmidud-adalnamskra-finnlands/
Orðstír deyr aldregi… Málþing um stafræna borgaravitund í menntun og uppeldi

Takið daginn frá! Dr. Jason Ohler, sérfræðingur um upplýsingatækni í skólastarfi verður aðalfyrirlesari á málþingi sem verður 2. júní kl. 14-17 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð í ReykjavíkNánari dagskrá verður birt í næstu viku.

Skráning á málþingið er neðst á síðunni eða hér.

Meðal aðstandenda málþingsins er RANNUM – Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar3f – félag um upplýsingatækni í menntun, Heimili og skóliSAFT verkefnið og Menntamiðja.

Ohler2

Aðalfyrirlesari verður Dr. Jason Ohler, prófessor emerítus í Educational Technology and Virtual Learning við Háskólann í Alaska. Dr. Ohler er frumkvöðull sem kom á fót eina fyrstu námsleið á meistarastigiframhaldsnámi í upplýsingatækni í skólastarfi fyrir starfandi kennara sem var þá með fyrstu námsbrautum af þeim toga í heiminum. Hann hefur komið víða við á starfsferlinum og hefur hann meðal annars unnið að verkefnum á sviði stafræns læsis, stafrænnar borgarvitundar og margvísleg stefnumótunarverkefni. Dr. Ohler starfar nú við Fielding Graduate háskólann í Kaliforníu þar sem hann sinnir rannsóknastörfum og leiðbeinir doktorsnemum á nýju fræðasviði sem tengir sálfræði og notkun nýrra miðla og tækni (media pychology). Nýjasta bók Dr. Ohlers, Four Big Ideas for the Future: Understanding Our Innovative Selves, er byggð á erindum sem hann hefur flutt víða um heim undanfarin ár.

[youtube id=YxCLbwPxjRI]

Meðal áhugaverðra skrifa Dr. Ohler um stafræna borgaravitund er eftirfarandi efni:

Ohler, J. B. (2010). Digital community – digital citizen. Thousands Oaks, CA: Corwin.
Ohler, J. (2012). Digital citizenship means character education for the digital age. The Education Digest, 77(8), 14-17.
Menntavísindasvið: Skráning hafin á Menntakviku

Opnað hefur verið fyrir skráningu og móttöku ágripa fyrir árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Menntakvika; rannsóknir, nýbreytni og þróun. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum hverju sinni.

…lesa meira