Menntavísindasvið HÍ og SFS: Vorblót 2019

Á mánudag 13. maí kl. 14:00-18:00 verður haldið Vorblót ætlað öllum sem áhuga hafa á uppeldis- og menntamálum. Að Vorblóti 2019 standa Menntavísindasvið HÍ og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við fulltrúa frá Listaháskóla Íslands, Kópavogi, Hafnarfirði, RÚV, List fyrir alla, Menntamálastofnun og fleiri. Vorblótið verður haldið í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/ Stakkahlíð.

Í boði verða menntabúðir, kynningar á skóla- og frístundastarfi, sýningar, umræður og margt fleira.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með framlag geta skráð sig til að taka þátt í menntabúðum, vera með veggspjaldakynningu eða með stutta kynningu/smiðju. Einnig eru aðrir sem vilja mæta eða taka þátt hvattir til að skrá sig.

Sérstök kynning verður á Erasmus+ verkefninu ProHear, sem Menntamiðja tekur þátt í. Markmið verkefnisins er að útbúa tölvustutt námsefni fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta um þátttöku á vinnumarkaði.

Nánari dagskrá vorblótsins er í vinnslu og verður kynnt síðar á vefsíðu Vorblótsins.