Author Archives: Tryggvi Thayer

Stærðfræðitorg opnar á degi stærðfræðinnar

Um leið og við óskum stærðfræðikennurum til hamingjum með dag stærðfræðinnar, bjóðum við þeim velkomna í samfélag torga á MenntaMiðju. Í dag opnar Stærðfræðitorg, starfssamfélag stærðfræðikennara. Auk vefsvæðis Stærðfræðitorgs á MenntaMiðju er öflugt samfélag stærðfræðikennara einnig virkt í Facebook hópnum Stærðfræðikennarinn. Lesa meira »

#menntaspjall um framtíð skóla

Þriðja #menntaspjall verður á sunnudaginn, 9. febrúar, kl. 11-12. Örar tæknilegar framfarir og breytingar hafa mikil áhrif á samfélagið og þrýstir á um breytingar í skólakerfinu. Þessi þrýstingur hefur orðið til þess að margir eru byrjaðir að huga alvarlega að skólakerfi framtíðarinnar, hvernig skólakerfið þarf, eða getur, breyst á næstu áratugum. Í #menntaspjall að þessu sinni ætlum við að ræða um framtíð skóla og menntunar. Stjórnandi er Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju, sem hefur stúderað framtíðarfræði í tengslum við mótun skóla og menntunar í doktorsnámi sínu. Spurningarnar fyrir spjallið eru (kemur í ljós hvað við komumst í gegnum): Hvar verður skóli ... Lesa meira »

Heimspekitorg: Kvenheimspekingakaffi heldur áfram á vormisseri 2014

Kvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á vormisseri og verða sex erindi í febrúar, mars og apríl. Ólafur Páll Jónsson heldur fyrsta erindið um Jane Roland Martin. Verið velkomin í Árnagarði 301, kl. 15 á fimmtudaginn, 6. febrúar. Sjá dagskrá á vef Heimspekitorgs. Lesa meira »

First Lego League keppni haldin í áttunda sinn

  First Lego League (FLL) keppni grunnskólanemenda fór fram í Háskólabíóí um síðustu helgi. Liðið 0% frá Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði sigraði keppnina og fær þar með rétt til þátttöku á Evrópumóti FLL sem fer fram í Pamplona á Spáni í lok maí. FLL er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum, tækni og nýsköpun. Eitt helsta viðfangsefni samstarfsaðila er að standa fyrir samkeppni í þátttökulöndum þar sem krakkar á aldrinum 9-16 ára leysa þrautir með tölvustýrðu Lego. Keppnin í ár er haldin í áttunda sinn og er umsjón í höndum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Menntavísindasviðs ... Lesa meira »

Framtíðarmiðuð stefnumótun í upplýsingatæknimálum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð nýlega fyrir stefnumótunarfundi um upplýsingatækni í leik-, grunn- og framháldsskólum. Fundurinn er liður í víðtækari mótun stefnumarkmiða og aðgerðaráætlunnar um þekkingaruppbyggingu í UT. Í stefnumótunarvinnunni sem fór fram á fundinum voru notaðar framtíðarmiðaðar aðferðir til þess að stuðla að framsýni og mótun langtímamarkmiða. Meðal þátttakenda voru fulltrúar skóla, nemenda, fræðasamfélags, fagfélaga, atvinnulífs og fleiri. Fundargestum var skipt í hópa og fékk hver hópur sviðsmynd sem lýsir stöðu menntunnar árið 2024. Sviðsmyndirnar voru unnar upp úr viðtölum við aðila sem tengjast menntamálum með einum eða öðrum hætti. Fjórar sviðsmyndir voru lagðar til grundvallar hugmyndavinnu hópana sem hver ... Lesa meira »

Ókeypis vefnámskeið um 1:1 tölvunotkun í skólastarfi

Á vef Education Week er fjöldi ókeypis netnámskeiða um ýmislegt sem viðkemur kennslu og skólastarfi. Á miðvikudaginn, 5. febrúar, kl. 10-11 (að íslenskum tíma) verður áhugavert námskeið um svokalla “1:1 tölvunotkun” (þ.e.a.s. ein tölva á mann) sem felst í að hver nemandi, kennari og starfsmaður skóla hefur eigin tölvu til nota í námi og starfi, sem oftast er úthlutað af skólanum eða viðkomandi svæðisskrifstofu skólamála. Umræða um 1:1 tölvunotkun hefur aukist töluvert á síðustu misserum með tilkomu spjaldtölva sem þykja ódýrari og hentugri kostur til slíks en dýrar og fyrirferðamiklar fartölvur. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Google og er ... Lesa meira »

Samantekt af #menntaspjall helgarinnar

Í gær, sunnudaginn, 26. janúar, fór fram annað #menntaspjall á Twitter. Að þessu sinni var umræðuefnið “áhugaverðar nýjungar í kennslu” og var stjórnandi Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari á Sauðárkróki og nemandi í frumkvöðlafræðum við Háskólann í Lundi. Um 30 manns tóku þátt í spjallinu og fóru rúmlega 300 tíst milli þátttakenda meðan á spjallinu stóð. Samantekt af öllum tístum má sjá á vef Ingva Hrannars á http://ingvihrannar.com/menntaspjall2/ Þátttakendur bentu m.a. á fjölmargar nýjungar sem hafa verið notaðar í skólum hér á landi. Mjög gagnlegt væri að vinna upp úr umræðunum lista yfir allar þær nýjungar sem nefndar voru og fá ... Lesa meira »

#menntaspjall um áhugaverðar nýjungar í kennslu

Sunnudaginn, 26. janúar, kl. 11-12 verður annað #menntaspjall á Twitter. Að þessu sinni er það Ingvi Hrannar Ómarsson sem stýrir umræðum um áhugaverðar nýjungar í kennslu. Frekari upplýsingar eru á vef Ingva Hrannars. Þar má líka sjá spurningar sem verða lagðar fyrir þátttakendum. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér þær og vera jafnvel tilbúnir að vísa í efni sem tengist umræðum í tvítunum sínum. Lesa meira »

Námsgagnastofnun mun bjóða upp á innlenda hýsingu fyrir efni í vendikennslu

Námsgagnastofnun vinnur nú að því að setja upp vef þar sem íslenskir kennarar munu geta vistað myndskeið og annað margmiðlunarefni til nota í vendikennslu. Efnið verður hýst hjá Advanía á Íslandi og verður þá hægt fyrir kennara og nemendur að sækja efni þeim að kostnaðarlausu og án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Vandamálið með erlent niðurhal hefur verið til umræðu meðal íslenskra kennara. Gert er ráð fyrir að vefurinn verði tilbúinn til notkunnar á næstu vikum. Þetta verður kynnt betur á næstunni. Tengiliður hjá Námsgagnastofnun er Ellen Klara Eyjólfsdóttir   Lesa meira »