Aðstoðarkennarar í Erasmus+ áætluninni

Erasmusplus-logoErasmus+ er nýja menntaáætlun ESB sem tók við af Comenius í byrjun árs. Í Erasmus+ eru sambærileg tækifæri og voru í Comenius fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, skólastjórnendur, kennara, sveitastjórnir og aðra sem koma að skólamálum.

Áfram verður hægt að fá til sín aðstoðarkennara (teaching assistant) í 9-46 vikur. Hinsvegar verður sú breyting að kennaranemar sem hafa áhuga á að fara sem aðstoðakennarar fá ekki lengur sérstakan styrk frá Landskrifstofu heldur sækja þeir um Erasmus starfsnámsstyrk til síns heimaskóla. Ef skólar hafa áhuga á að fá til sín aðstoðarkennara verður að skrá skólann í gagnagrunn og síðan geta áhugasamir kennaranemar skoðað grunninn og fundið skóla og beðið sinn háskóla að tilnefna sig til að fara þangað. Ekki er gert ráð fyrir að kennaranemar hafi beint samband við skólann.

Áhugasamir kennaranemar þurfa að sækja um tilnefningu til sinna heimaskóla snemma í vor og er því mikilvægt að skólar skrái sig sem fyrst. Til að byrja með verða einungis skólar frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi skráðir í gagnagrunninn en nemar frá öllum löndum sem taka þátt í Erasmus+ geta sótt um.

Ef þinn skóli hefur áhuga á að fá til sín aðstoðarkennara þá hvetjum við ykkur til að skrá skólann hér.

Frekari upplýsingar um aðstoðakennara á vegum Erasmus+ eru hér.

free porn sites