Monthly Archives: febrúar 2014

Stærðfræðitorg opnar á degi stærðfræðinnar

Um leið og við óskum stærðfræðikennurum til hamingjum með dag stærðfræðinnar, bjóðum við þeim velkomna í samfélag torga á MenntaMiðju. Í dag opnar Stærðfræðitorg, starfssamfélag stærðfræðikennara. Auk vefsvæðis Stærðfræðitorgs á MenntaMiðju er öflugt samfélag stærðfræðikennara einnig virkt í Facebook hópnum Stærðfræðikennarinn. Lesa meira »

UT-Torg: UT messan 2014

Föstudaginn 7. og laugardaginn 8. febrúar verður UT messan haldin í 4. sinn í Hörpu. Skýrslutæknifélagið stendur að messunni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök Iðnaðarins. Föstudagurinn er skipulagður fyrir ráðstefnu og sýningu fyrir tölvufólk og  er dagskráin glæsileg að vanda og skiptist í 10 þemalínur. Þ.e. Stjórnunarmessa, Forritunarmessa, Rekstrarmessa, Fjarskiptamessa, Menntamessa, Framtíðarmessa, Verkefnastjórnunarmessa, Gagnamessa, Öryggismessa og Opinbermessa. Í Menntamessunni verður einn fyrirlesturinn helgaður UT-torgi, fjallað verður um Lesa meira »

Stærðfræðitorg: Getur stærðfræðikennsla verið tæki til að efla mannréttindi?

Fimmtudaginn 6. júní 2013 hélt Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Háskólann í Loughborough í Bretlandi opinn fyrirlestur um stærðfræðinám og -kennslu á vegum Flatar, samtaka stærðfræðikennara og Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Stærðfræði hefur reynst mörgum nemendum erfið og oft verið talið að það sé einungis á færi sumra að verða góðir í stærðfræði. Í erindinu fjallar Barbara um rétt allra til að skilja stærðfræði og geta notað hana til þess leysa viðfangsefni sem mæta þeim í lífi og starfi. Hún beinir sjónum sérstaklega að kennslu, hvað það merkir að kenna stærðfræði, hvað einkennir góða stærðfæðikennslu og ... Lesa meira »

#menntaspjall um framtíð skóla

Þriðja #menntaspjall verður á sunnudaginn, 9. febrúar, kl. 11-12. Örar tæknilegar framfarir og breytingar hafa mikil áhrif á samfélagið og þrýstir á um breytingar í skólakerfinu. Þessi þrýstingur hefur orðið til þess að margir eru byrjaðir að huga alvarlega að skólakerfi framtíðarinnar, hvernig skólakerfið þarf, eða getur, breyst á næstu áratugum. Í #menntaspjall að þessu sinni ætlum við að ræða um framtíð skóla og menntunar. Stjórnandi er Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju, sem hefur stúderað framtíðarfræði í tengslum við mótun skóla og menntunar í doktorsnámi sínu. Spurningarnar fyrir spjallið eru (kemur í ljós hvað við komumst í gegnum): Hvar verður skóli ... Lesa meira »

Heimspekitorg: Kvenheimspekingakaffi heldur áfram á vormisseri 2014

Kvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á vormisseri og verða sex erindi í febrúar, mars og apríl. Ólafur Páll Jónsson heldur fyrsta erindið um Jane Roland Martin. Verið velkomin í Árnagarði 301, kl. 15 á fimmtudaginn, 6. febrúar. Sjá dagskrá á vef Heimspekitorgs. Lesa meira »

Náttúrutorg: SCIENTIX, raungreina- og tæknimenntun

Scientix er verkefni á vegum evrópska skólanetsins og er fjármagnað af sjöundu rammaáætlun Evrópubandalagsins á sviði rannsókna og þróunar. Scientix verkefninu er ætlað að skapa samstarfsvettvang um raungreina- og tæknimenntun í Evrópu meðal kennara, vísindamanna og stefnumótandi aðila á sviði menntunar. Með það að markmiði að kynna og hagnýta afurðir verkefna sem styrkt eru af opinberum sjóðum var á fyrsta tímabili Scientix, 2009-2012,  smíðuð netgátt þar sem safnað var saman kennsluefni og kynningum á verkefnum á sviði raungreina- og tæknimenntunar í Evrópu, auk þess sem haldnar voru nokkrar vinnustofur og fjölmenn ráðstefna í lok verkefnisins í maí 2012. Markmið annars ... Lesa meira »

First Lego League keppni haldin í áttunda sinn

  First Lego League (FLL) keppni grunnskólanemenda fór fram í Háskólabíóí um síðustu helgi. Liðið 0% frá Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði sigraði keppnina og fær þar með rétt til þátttöku á Evrópumóti FLL sem fer fram í Pamplona á Spáni í lok maí. FLL er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum, tækni og nýsköpun. Eitt helsta viðfangsefni samstarfsaðila er að standa fyrir samkeppni í þátttökulöndum þar sem krakkar á aldrinum 9-16 ára leysa þrautir með tölvustýrðu Lego. Keppnin í ár er haldin í áttunda sinn og er umsjón í höndum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Menntavísindasviðs ... Lesa meira »

UT-Torg: Múkk og múður menntabúðir

Fimmtudaginn 6. febrúar og þriðjudaginn 25. febrúar kl. 16-18 verða haldnar menntabúðir í stofu H-207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. (Smelltu á dagsetningu til að skrá þig). Fyrir áramót voru haldnar þrennar menntabúðir sem mæltust mjög vel fyrir og var þátttaka góð. Þátttakendur komu víða að og eru dæmi um að nokkrir lögðu á sig allt að tveggja klukkustunda ferðalag. (Sjá smore auglýsingu) Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks Lesa meira »