Skráning: Ókeypis netnámskeið um stafræna borgaravitund

Námskeiðið er opið öllum en einkum ætlað skólafólki, foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi og menntun ungmenna og meginmarkmið þess er að stuðla að aukinni stafrænni borgaravitund þeirra.

Námskeiðið er eingöngu á netinu og engin mæting í staðlotur/staðbundna tíma.
Boðið verður upp á fjórar vefmálstofur í rauntíma sem verða á fimmtudögum kl. 16:15-17:15 og teknar upp (upptökur aðgengilegar). Tækifæri verða gefin til umræðu og skoðuð verða verkefni sem tengjast daglegu lífi, uppeldi og kennslu.

Til að skrá þig í námskeiðið ferðu á námskeiðssíðuna hér: http://education4site.org/netnam/course/view.php?id=2.

Ef þú hefur ekki áður skráð þig í námskeiðs kerfið verður þú beðin(n) um að búa til nýjan notanda. Þegar þú hefur búið til nýjan notanda færðu staðfestingu í tölvupósti með tengli sem þarf að heimsækja. Að því loknu er þér boðið að innrita þig í námskeiðið. Hafðu samband við Tryggvi Thayer (tbt@hi.is) ef upp koma vandamál í skráningarferlinu.

Skipulag og efnistök

13. – 19. mars: Stafræn borgaravitund og lýðræði í skólastarfi

20. mars – 2. apríl: Sjálfsmynd og netorðstír

3. – 23. apríl: Réttindi og ábyrgð

24. apríl – 15. maí: Heilsa og vellíðan

Skildu eftir svar