Fundir og ráðstefnur

Samantekt frá fyrsta #menntaspjall ársins um tækni í skólastarfi

Fyrsta #menntaspjall ársins fór fram í morgun, 12. janúar. Umfjöllunarefnið var tækni í skólastarfi. Gestastjórnandi var Ragnar Þór Pétursson og sá hann um að stýra umræðum og leggja fram áleitnar spurningar. Þátttaka var sérlega góð og voru um 400 tíst send manna á milli á þeirri klukkustund sem umræðurnar stóðu yfir. Hér fyrir neðan má sjá samantekt af Twitter. Næsta #menntaspjall verður sunnudaginn, 26. janúar, kl. 11. Umræðuefni verður kynnt síðar. Lesa meira »

Ragnar Þór Pétursson stýrir #menntaspjall sunnudaginn 12. janúar

Á morgun, sunnudaginn, 12.janúar, kl. 11, verður #menntaspjall á Twitter. Gestastjórnandi að þessu sinni er Ragnar Þór Pétursson og umræðuefnið tækni í skólastarfi. #menntaspjall er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um skólamál á Íslandi um hin ýmsu málefni. Skipulagt spjall stendur í um klukkustund en greinar, myndir, vangaveltur, spurningar og hugmyndir má þó setja inn í umræðuna hvenær sem er. Sjá frekari upplýsingar hér. Lesa meira »

Starfsmenntatorg verður til

Áhugafólk um starfsmenntun á Menntavísindasviði HÍ boðaði til umræðufundar í gær, 8. janúar, um starfsmenntun. Þátttaka var mjög góð og mættu um 50 manns, m.a. úr menntamálaráðuneytinu, af Menntavísindasviði, frá skólum, fulltrúar atvinnulífs, og fleiri. Markmiðið með fundinum var að kanna hvernig má auka vægi starfsmenntunnar í umræðu um menntamál. Í framhaldi af fundinum verður leitað leiða til þess að halda umræðunni gangandi. Liður í því er að koma á fót Starfsmenntatorgi í samstarfi við MenntaMiðju og önnur torg sem þegar eru starfandi. Vinna er hafin við uppsetningu vefs Starfsmenntatorgar og verður hann opnaður innan tíðar. Lesa meira »

Kjósið um umræðuefni fyrir #menntaspjall

Á sunnudaginn 12. janúar, kl. 11 verður fyrsta formlega #menntaspjall á Twitter. Ætlunin er að #menntaspjall verði umræðuvettvangur fyrir ýmis málefni sem tengjast menntamálum á Íslandi og gefa skólafólki hvaðanæva af landinu tækifæri til þess að læra, deila og tengjast öðrum. Í umræðum sem haldnar voru í desember síðastliðnum komu fram ýmislega umræðuefni sem þátttakendur hafa áhuga á að taka fyrir. Við höfum ákveðið að hafa opna kosningu um umræðuefnið fyrir fyrsta spjallið 12. janúar. Kosning um umræðuefni fer fram á vefsíðu Ingva Hrannars á http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ Lesa meira »

Sérkennslutorg: Fræðsludagur íslenskra sérkennara

Sérkennslutorg var með kynningarbás á fræðsludegi íslenskra sérkennara þann 25. nóvember. Ánægjulegt var að hitta sérkennara og kynna þeim starfsemi Sérkennslutorgs. Sérkennarar eru ánægðir með að vefur Sérkennslutorgsins sé öllum opinn og hægt sé að nálgast efni þar án tilkostnaðar. Alls kyns vinnuform koma sér vel, eins líka hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og sjónrænar leiðbeiningar. Dagskráin var fjölbreytt og mörg áhugaverð erindi. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir fjallaði um upplifanir fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra. Frá Barnahúsi var erindi um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og Kristín Arnardóttir var með erindi um fyrstu skrefin í lestrar- og stærðfræðikennslu barna með verulegar sérþarfir. ... Lesa meira »

Hönnunarsmiðja um framtíð tækni og menntunar

Hvernig skóla eða skólakerfi myndir þú hanna til að takast á við áskoranir 21. aldar? Hvaða tækninýjungar munu hafa áhrif á menntun í framtíðinni og hvernig ætlar þú að nýta þær? MenntaMiðja og RANNUM halda hönnunarsmiðju þar sem þátttakendur fá að kynnast hvernig hönnunarnálgun er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar umhönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta, sem verður á staðnum til að leiða vinnu þátttakenda. Þátttakendur munu velta fyrir sér framtíð tækniþróunar og mögulegum áhrifum hennar á menntun. Hugmyndir um skóla framtíðar verða mótaðar í skapandi samstarfi með fjölbreyttum hópum hagsmunaaðila. Þátttakendur skrá ... Lesa meira »

Málþing um hönnunarnálgun í menntun og stefnumótun

MenntaMiðja og RANNUM-Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun standa fyrir málstofu um notkun hönnunarnálgunnar (e. design thinking) í menntun og stefnumótun. Málstofan verður í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð, stofu H-209, þriðjudaginn, 19. nóvember, frá kl. 10-12. Allir eru velkomnir. Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun við hönnunarsvið Háskólans í Minnesóta heldur erindi. Virajita ætlar að segja frá því hvernig hönnunarnálgun hefur verið notuð til að greina áskoranir og tækifæri við menntavísindasvið Háskólans í Minnesóta. Opið verður fyrir umræðu að loknu erindi Virajita. Þess má geta að Virajita mun svo stýra hönnunarsmiðju um framtíð tækni og menntunar miðvikudaginn 20. nóv. Frekari upplýsingar um ... Lesa meira »

Vinnustofa um opið menntaefni í norrænu samhengi

Vinnustofan er öllum opin og ókeypis. Staður: Háskólinn í Reykjavík Tími: Föstudag, 15. nóvember, kl. 9-12 Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér. Opið menntaefni (OME) í norrænu samhengi Prófessorarnir Dr. Jan M. Pawlowski og Dr. Henri Pirkkalainen frá Háskólanum í Jyväskylä í Finnlandi, sem eru ötulir talsmenn OME stefnunnar á norðurlöndum og tengliðir Finnlands í Norræna OME samstarfsnetinu, koma hingað til Íslands og taka þátt með okkur íslendingum í opinni vinnustofu um opið menntaefni (OME) í norrænu samhengi, föstudaginn 15. nóvember kl. 9-12, í Háskólanum í Reykjavík. Lesa meira »

Hvað er hönnunarsmiðja?

Þann 20. nóvember bjóða MenntaMiðja og RANNUM upp á hönnunarsmiðju um framtíð tækni og menntunar undir handleiðslu Virajita Singh, sérfræðingi við Háskólann í Minnesóta (sjá frekari upplýsingar um hönnunarsmiðjuna og skráningu hér). Á hönnunarsmiðjum er megin markmiðið að skapa frjóan vettvang þar sem þátttakendur greina og móta umræður um sameiginleg viðfangsefni. Notaðar eru aðferðir sem eiga rætur í hönnunargreinum, e.o. vöruþróun og arkitektúr, sem miða að því að virkja sköpunarkraftinn sem býr í fjölbreytni þátttakenda. Hönnunarnálgunin sem er notuð hefur gefið góða raun í margvíslegum verkefnum sem spanna allt frá þróun nýrra vara og þjónustu til stefnumótunar og jafnvel mótunar ... Lesa meira »

Frjóir Fimmtudagar – Menntabúðir um upplýsingatækni í námi og kennslu

Fimmtudagana 31. október, 7. nóvember og 21. nóvember kl. 16-18 verða haldnar  menntabúðir  í stofu H-207 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í hvert skipti til að auðvelda utanumhald og skipulagningu. Smelltu á dagsetningarnar til að skrá þig 31. október, 7. nóvember, 21. nóvember. Mikil vakning er í tengslum við spjaldtölvur í skólastarfi og fjölmörg áhugaverð verkefni í gangi úti í skólunum varðandi upplýsingatækni og nýjar aðalnámsskrár. Áhersla verður lögð á tengslamyndun fólks sem er að þreifa sig áfram með nýtingu ... Lesa meira »