Fundir og ráðstefnur

Menntakvika Menntavísindasviðs

Við minnum á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ um menntarannsóknir. Ráðstefnan er haldin í dag, föstudag 27. september, í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð. Ráðstefnan er ókeypis og opin öllum. Frekari upplýsingar og dagskrá eru hér. Lesa meira »

Skóli á nýrri öld

Á morgun, 6. september 2013, kl. 15.30 – 17.00, verður haldið málþing til heiðurs Gerði G. Óskarsdóttur í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindaviðs, við Háteigsveg í Reykjavík. Gerður hefur verið leiðandi á svið skólamála hér á landi í marga áratugi og komið við á öllum skólastigum frá leikskóla og upp í háskóla. Horft verður til framtíðar á nokkrum af þeim sviðum þar sem Gerður hefur látið til sín taka. Þátttökugjald er kr. 1000. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér. Þátttökugjaldið má greiða með því að leggja inn á þennan reikning: 0137-26-476. Sem skýringu á greiðslu er skráð: 1470-147368. Frekar upplýsingar ... Lesa meira »

Hvað segja gögn um íslenska skóla í alþjóðlegu samhengi

Þann 12. júní var haldið málþing undir yfirskriftinni „Íslenskt skólakerfi í alþjóðlegu samhengi„. Málstofan er sú fyrsta í fundaröð sem Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun standa fyrir þar sem verður fjallað um stöðu íslenskra skóla með tilliti til niðurstaða úr alþjóðlegum rannsóknum. Af því tilefni birtum við nýtt tenglasafn hér á vef MenntaMiðju á vefi þar sem hægt er að nálgast íslensk og alþjóðleg gögn um menntun og skólamál. Lesa meira »

Kallað eftir veggspjöldum fyrir Menntakviku 2013

Í tengslum við Menntakviku 2013, verður veggspjaldasýning í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Þetta er tilvalinn vettvangur til að kynna rannsóknarverkefni og niðurstöður þeirra. Meistara- og doktorsnemar eru sérstaklega hvattir til að nýta þetta tækifæri til að kynna lokaverkefni sín. Athugið að gert er ráð fyrir að leiðbeinendur séu meðhöfundar að veggspjöldum framhaldsnema. Þeir sem skrá sig fá senda staðfestingu ásamt nánari leiðbeiningum um frágang og prentun veggspjalda. Aðeins er tekið við veggspjöldum sem sett eru upp í ákveðið sniðmát sem sent verður til þeirra sem tilkynna þátttöku. Í ár er gert ráð fyrir að þeir sem senda inn veggspjöld kynni ... Lesa meira »

Tilbúin fyrir tæknina? Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun vel sótt

Þann 14. ágúst héldu Samtök áhugafólks um skólaþróun ráðstefnu í Norðlingaskóla í Reykjavík undir yfirskriftinni Tilbúin fyrir tæknina? Ráðstefnan var mjög vel sótt enda mikið af áhugaverðum erindum um sóknarfæri og álitamál tengd nútímatækni og skólastörf. Opnunarerindi Ragnars Þórs Péturssonar, Nátttröll í nýju ljósi, vakti sérstaklega athygli. Það má lesa hér. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar og ráðstefnugögn. Öll erindi sem flutt voru á ráðstefnunni verða aðgengileg á skolathroun.is innan tíðar. Lesa meira »

eTwinning vinnustofa fyrir stærðfræðikennara – STYRKIR í boði fyrir 10 til 15 íslenska þátttakendur

Landskrifstofa eTwinning stendur fyrir símenntunarvinnustofu fyrir stærðfræðikennara á grunn- og framhaldsskólastigi í Reykjavík 31.10.-2.11 2013. Áhugasamir sækja um til Landskrifstofu eTwinning á Íslandi – UMSÓKNARFRESTUR er til og með 25. ágúst nk. Smellið hér til að sjá DAGSKRÁ og UMSÓKNARFORM Þessi vinnustofu veitir stærðfræðikennurum gott tækifæri fyrir til að kynna sér upplýsingatækni, eTwinning og finna samstarfsaðila fyrir eTwinning verkefni. Búist er við að um 80 kennarar víðsvegar að úr Evrópu taki þátt. Lesa meira »

Haustsýning Námsgagnastofnunar

Þann 19. ágúst verður árleg sýning Námsgagnastofnunar á námsefni í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ í húsnæði þess við Stakkahlíð. Auk stofnunarinnar verða 32 aðilar með efni á sýingunni. Á sýningunni verður boðið upp á fjölda kynningafunda frá ýmsum útgefendum um nýtt efni. Smellið hér til að sjá dagskrá Haustsýnarinnar. Lesa meira »

Fundur um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi

Á morgun, þriðjudag 30. júlí, kl. 20-22, stendur Félag heimspekikennara fyrir fundi um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi. Fundurinn verður haldinn í Forsetasalnum í Hotel Reykjavik Centrum. Fundurinn er opinn öllum og er áhugafólk um heimspeki og skólastarf sérstaklega hvatt til að mæta. Fundarstjóri verður Sævar Finnbogason, stjórnarmaður í Félagi heimspekikennara. Frekari upplýsingar eru á Heimspekitorgi, vef Félags heimspekikennara. Lesa meira »

Íslenskt skólakerfi í alþjóðlegu samhengi

Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun boða til málstofu um stöðu íslenska skólakerfisins í alþjóðlegu samhengi í dag, miðvikudaginn 12. Júní 2013  í Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Háteigsveg, kl. 14.00 – 16.00. Þátttaka íslendinga í alþjóðlegum könnunum á þróun skóla- og menntamála hefur færst í vöxt á síðustu áratug. Á málstofunni verður rýnt í niðurstöður kannana e.o. PISA og TIMSS og hvaða vísbendingar þær geta gefið um stöðu skólakerfisins. Málstofan er liður í fundaröð sem verður haldið áfram með á árinu og er öllum opin. Lesa meira »

Stofnum UT Torg – starfssamfélag skólafólks um upplýsingatækni

Til stendur að stofna Upplýsingatæknitorg (UT Torg) sem mun starfa með MenntaMiðju. UT torgið á að styðja við notkun upplýsingatækni í skólasamfélaginu.Við bjóðum áhugasömum á hugmyndafund í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í dag þriðjudaginn 11. júní kl. 14:00. Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum um markmið, efnistök, útfærslu og mögulegum verkefnum torgsins. Vinsamlegast skráðu þig fyrir kl. 16:00 mánudaginn 10. júní. Smelltu hér til að skrá þig. Lesa meira »