Fréttir af torgum

Heimspekitorg: Málþing um námsmarkmið og námsmat

Félag heimspekikennara mun ásamt Félagi áhugamanna um heimspeki efna til málþings um námsmarkmið og námsmat næstkomandi mánudag, þ.e. 3 mars. Málþingið verður haldið í Reykjavíkur Akademíunni, það er öllum opið og eru áhugamenn um námsmarkmið, námsskrá, námsmat og aðra skilda hluti sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskrá málþingsins er eftirfarandi. : Fyrst mun Atli Harðarson flytja stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða. Í kjölfarið mun Elsa Haraldsdóttir fjalla um siðfræði í nýrri aðalnámsskrá með áherslu á grunnskóla, út frá heimspekikennslu og ... Lesa meira »

Tungumálatorg: Vefur Alþjóðadags móðurmálsins

Nýjasti vefurinn á Tungumálatorginu er tileinkaður Alþjóðadegi móðurmálsins. Vefurinn verður nýttur til að safna saman efni er tengist þessum mikilvæga og árvissa viðburði. Skoða vef Alþjóðadags móðurmálsins Hugmyndabanki í vexti Tungumálaforðinn á Íslandskorti Skrá tungumálaforða skóla Árið 2014 tengjast ýmsir … Lesa meira → Lesa meira »

Starfsmenntatorg: Málstofa um tengingu vinnustaðanáms og skóla

Tími: Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00-17:30 Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðað er til málstofunnar sem hluta af fundarröð um starfsmenntun að frumkvæði Jóns Torfa Jónassonar. Vinsamlegast áframsendið fundaðboðið á áhugasama. Til að hefja umræður mun Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtökum iðnðarins, fjallar um framtíðarsýn iðnaðarins á fjölda vinnustaðanámsplássa úti í atvinnulífinu og Ólafur Jónsson, IÐUNNI, kynnir nýtt markaðstorg um vinnustaðanám, www.vinnustaðanám.is þar sem nemendur og fyrirtæki geta mæst. Í framhaldinu verða vonandi líflegar umræður þátttakenda í málstofunni undir stjórn fundarstjóra. Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samtökum atvinnulífsins Lesa meira »

Heimspekitorg: Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís

Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00 Nánari staðsetning: Bíó Paradís Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa. Sjá vef Heimspekitorgs: http://heimspekitorg.is/salvor-nordal-i-kaffihusaspjalli-i-bio-paradis/ Lesa meira »

Tungumálatorg: Alþjóðadagur móðurmálsins

Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. Móðurmál – Félag tvítyngdra barna, Kennarasamband Íslands,Reykjavíkurborg … Continue reading → Lesa meira »

Náttúrutorg: Myndir úr starfi Náttúrutorgs

Stofnað hefur verið myndasafn á Flickr til að halda utanum allar þær myndir sem við tökum í Menntabúðum og annarri starfsemi Náttúrutorgs. Gjörið svo vel og skoðið: Lesa meira »

UT-Torg: UT messan 2014

Föstudaginn 7. og laugardaginn 8. febrúar verður UT messan haldin í 4. sinn í Hörpu. Skýrslutæknifélagið stendur að messunni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök Iðnaðarins. Föstudagurinn er skipulagður fyrir ráðstefnu og sýningu fyrir tölvufólk og  er dagskráin glæsileg að vanda og skiptist í 10 þemalínur. Þ.e. Stjórnunarmessa, Forritunarmessa, Rekstrarmessa, Fjarskiptamessa, Menntamessa, Framtíðarmessa, Verkefnastjórnunarmessa, Gagnamessa, Öryggismessa og Opinbermessa. Í Menntamessunni verður einn fyrirlesturinn helgaður UT-torgi, fjallað verður um Lesa meira »

Stærðfræðitorg: Getur stærðfræðikennsla verið tæki til að efla mannréttindi?

Fimmtudaginn 6. júní 2013 hélt Barbara Jaworski prófessor í stærðfræðimenntun við Háskólann í Loughborough í Bretlandi opinn fyrirlestur um stærðfræðinám og -kennslu á vegum Flatar, samtaka stærðfræðikennara og Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Stærðfræði hefur reynst mörgum nemendum erfið og oft verið talið að það sé einungis á færi sumra að verða góðir í stærðfræði. Í erindinu fjallar Barbara um rétt allra til að skilja stærðfræði og geta notað hana til þess leysa viðfangsefni sem mæta þeim í lífi og starfi. Hún beinir sjónum sérstaklega að kennslu, hvað það merkir að kenna stærðfræði, hvað einkennir góða stærðfæðikennslu og ... Lesa meira »

Heimspekitorg: Kvenheimspekingakaffi heldur áfram á vormisseri 2014

Kvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á vormisseri og verða sex erindi í febrúar, mars og apríl. Ólafur Páll Jónsson heldur fyrsta erindið um Jane Roland Martin. Verið velkomin í Árnagarði 301, kl. 15 á fimmtudaginn, 6. febrúar. Sjá dagskrá á vef Heimspekitorgs. Lesa meira »

Náttúrutorg: SCIENTIX, raungreina- og tæknimenntun

Scientix er verkefni á vegum evrópska skólanetsins og er fjármagnað af sjöundu rammaáætlun Evrópubandalagsins á sviði rannsókna og þróunar. Scientix verkefninu er ætlað að skapa samstarfsvettvang um raungreina- og tæknimenntun í Evrópu meðal kennara, vísindamanna og stefnumótandi aðila á sviði menntunar. Með það að markmiði að kynna og hagnýta afurðir verkefna sem styrkt eru af opinberum sjóðum var á fyrsta tímabili Scientix, 2009-2012,  smíðuð netgátt þar sem safnað var saman kennsluefni og kynningum á verkefnum á sviði raungreina- og tæknimenntunar í Evrópu, auk þess sem haldnar voru nokkrar vinnustofur og fjölmenn ráðstefna í lok verkefnisins í maí 2012. Markmið annars ... Lesa meira »