Skólaþróun

Fréttir af torgum: Verkefnið „Okkar mál“ fær hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar

Meðal skólaþróunarverkefna sem hlutu viðurkenningu Reykjavíkurborgar þetta árið er Okkar Mál. Vefur verkefnisins er hýstur á Tungumálatorginu og því er stýrt af Þorbjörgu Þorsteinsdóttur, sem er jafnframt verkefnisstjóri Tungumálatorgs. Meðal aðila sem taka þátt í verkefninu eru leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar í Fellahverfi, Þjónustumiðstöð Breiðholts og samstarf við menntavísindasvið HÍ hefur einnig verið mikið. Með verkefninu hefur skapast góð tenging milli menntavísindasviðs og vettvangs. Lesa meira »

Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs HÍ, um breytingar á menntakerfi og menntun kennara

Rætt var við Jón Torfa Jónasson, forseta menntavísindasviðs HÍ, í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær um breytingar í menntakerfinu. Jón Torfi segir að lenging kennaranáms hafi verið nauðsynleg vegna þess hve flókið kennarastarfið er. Einnig er rætt um brottfallstíðni í íslenskum skólum og segir Jón Torfi að þörf sé á að auka fjölbreytni í menntakerfinu þannig að það endurspegli betur þá vaxandi fjölbreytni sem er í íslensku atvinnulífi og samfélaginu í heild. Hægt er að hlusta á viðtalið á vef RÚV. Lesa meira »

Vefmálstofa um sýndarveruleika í skólastarfi sem fer fram í sýndarveruleika

Á morgun, miðvikudag 15. maí kl. 17-18 (að íslenskum tíma), stendur iTec (Evrópskt samstarfsverkefni sem tengist European Schoolnet) fyrir vefmálstofu um notkun sýndarveruleika í skólastarfi. Aðgangur er opinn öllum að kostnaðarlausu en þátttakendur þurfa að skrá sig. Vefmálstofan fer sjálf fram í sýndarumhverfinu EdMondo, sem hefur verið sérstaklega hannað með skólastarf í huga. Þátttakendur þurfa því að sækja og setja upp sérstakan hugbúnað til að geta tekið þátt. Ath. að gott er að gefa sér svolítinn tíma til að undirbúa þátttöku. Þátttakendur þurfa fyrst að skrá sig sem EdMondo notendur (sjá hér). Svo sækja þeir sérstakan hugbúnað til þess að ... Lesa meira »

Úthlutað úr þróunarsjóði námsgagna

Úthlutað var úr þróunarsjóði námsgagna í gær. Sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun í þróun og gerð námsefnis fyrir öll leik-, grunnskóla-, og framhaldsskóla. Til úthlutunar að þessu sinni voru 43 milljónir króna og sóttu 144 um. Þar af fengu 35 verkefni styrk. Hér má sjá lista yfir verkefni sem fengu styrk. Lesa meira »

Nám og kennsla í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:30 – 16:30. Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur. Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London. Dagskrá verður auglýst síðar á vef Náttúrutorgs. Lesa meira »

Menntabúðir vorið 2013 fyrir náttúrufræðikennara

Náttúrutorg býður öllum náttúrufræðikennurum til menntabúða. Þema menntabúðanna verður verkleg kennsla. Þátttakendur eru beðnir að koma með framlag í búðirnar, en skipuleggjendur munu tryggja að nóg áhugavert efni verði til reiðu. Það er engin nauðsyn að leggja eitthvað með sér, ef allir koma með eitthvað verður ekki tími til að komast yfir það allt svo velkomið er að skrá sig án þess að vera með innlegg. Hvert framlag er vel þegið. Mörg lítil atriði safnast saman og skapa áhugaverðar Menntabúðir. Miðvikudaginn 13. mars Menntabúðir um Efnafræði í Langholtsskóla kl. 15-18 Miðvikudaginn 10. apríl Menntabúðir um Eðlisfræði í Ölduselsskóla kl. 15-18 ... Lesa meira »

Sýning á skapandi lokaverkefnum til B.Ed. prófs.

Staður: Kletti (Stakkahlíð) Tími: föstudaginn, 19. apríl, kl. 16-18.30 Haustið 2012 var nemendum í kennaradeild menntavísindasviðs HÍ boðið þá nýjung að ljúka B.Ed. námi með hópverkefni frekar en hefðbundna námsritgerð. Afrakstur fyrstu nemenda sem kusu að fara þessa leið er til sýnis í Kletti í húsnæði menntavísindasviðs við Stakkahlíð kl. 16-18.30 í dag. Lesa meira »

Dæmi um velgengni í menntamálum: Samtal við Pasi Sahlberg og Vivien Stewart

Í kvöld kl. 20 (ísl. tíma) verður samtal við Pasi Sahlberg, sérfræðing um þróun menntunar í Finnlandi, og Vivien Stewart, sérfræðingur um þróun menntunar í Singapúr og öðrum Asíulöngum, á vef Future of Education. Nákvæmar upplýsingar um hvernig skuli tengjast inn á fundinn eru neðst í greininni. Lesa meira »

Fjöldi verkefna sem nýtast í menntun fá styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

Rannís tilkynnti nýlega um úthlutanir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Meðal verkefna sem verða styrkt þetta árið eru fjölmörg sem tengjast menntun beint eða gætu nýst skólafólki með einhverjum hætti. Hér eru nokkur dæmi: PhotoCube: Hugbúnaður sem leyfir notanda að flokka og raða margmiðlunarefni í stórum söfnum í þrívíðu rúmi. Fótboltahermir fyrir spjaldtölvur sem kennir börnum forritun og stærðfræði. Spjaldtölvunámsefni fyrir leikskóla byggt á íslenskum fornkvæðum. Menntavitinn: Þróun námsefnis tengt hafinu og tengdum iðnaði og þróun. Rafrænt námsefni um íslensk handrit. Myndræn málfræði fyrir börn greind með einhverfu og málhömlun. Íslenska Listasöguspilið. Og margt fleira. Listi yfir öll verkefni sem hlutu styrk ... Lesa meira »

Námskeið um eTwinning áætlun – rafrænt skólasamstarf í Evrópu

Landskrifstofa eTwinning áætlunnar Evrópusambandsins býður kennurum á ókeypis námskeið um áætlunina og hvernig leitað er samstarfsaðila og verkefni stofnuð. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja kynnast eTwinning fyrir komandi skólaár. Hvað er eTwinning? eTwinning er hluti Menntaáætlunar ESB og lítur að upplýsingatækni, skólasamstarfi, félagslegum tegslum og endurmenntum á Netinu. Í gegnum eTwinning er hægt er að komast í samband við evrópska kollega, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja sér endurmenntun, ofl. eTwinning er óformlegt — engir umsóknarfrestir eða skýrslur og (næstum) engar reglur. Einkunnarorð eTwinning eru „hafið það lítið og einfalt“ (keep it short and simple — KISS). ... Lesa meira »