Upplýsingatækni

Námskeið um eTwinning áætlun – rafrænt skólasamstarf í Evrópu

Landskrifstofa eTwinning áætlunnar Evrópusambandsins býður kennurum á ókeypis námskeið um áætlunina og hvernig leitað er samstarfsaðila og verkefni stofnuð. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja kynnast eTwinning fyrir komandi skólaár. Hvað er eTwinning? eTwinning er hluti Menntaáætlunar ESB og lítur að upplýsingatækni, skólasamstarfi, félagslegum tegslum og endurmenntum á Netinu. Í gegnum eTwinning er hægt er að komast í samband við evrópska kollega, taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum, sækja sér endurmenntun, ofl. eTwinning er óformlegt — engir umsóknarfrestir eða skýrslur og (næstum) engar reglur. Einkunnarorð eTwinning eru „hafið það lítið og einfalt“ (keep it short and simple — KISS). ... Lesa meira »

Upptökur frá „Í skýjunum“ – Ráðstefnu 3F, HR og Upplýsingar.

Erindi frá ráðstefnunni „Í skýjunum“ um upplýsingatækni í skólastarfi verða birt á UTRásinni á Youtube, sem rás 3F – Félags um upplýsingatækni og menntun. Nú þegar eru 5 erindi aðgengileg á YouTube rásinni og fleiri væntanleg næstu daga. Myndskeiðin eru einnig birt á Facebook síðunni Upplýsingatækni í skólastarfi þar sem kjörið er að fjalla um efni þeirra. Lesa meira »

Mikill áhugi á upplýsingatækni í skólastarfi á ráðstefnu 3F

Á föstudaginn 5. apríl hélt 3F-Félag um upplýsingatækni og menntun sína árlegu ráðstefnu, sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Í skýjunum“ til að vekja athygli á tæknilegar breytingar sem fylgja aukinni notkun svokallaðra „skýja“ fyrir bæði gagnageymslu og tölvuvinnslu. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Upplýsingu-Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga í húsnæði HR í Nauthólsvík. Áhuginn á ráðstefnunni kom ráðstefnuhöldurum verulega á óvart og þurfti að loka fyrir skráningar daginn fyrir ráðstefnuna þegar þær voru að nálgast 250 vegna plássleysis. Þetta er u.þ.b. tvöföldun á skráningum miðað við undanfarin ár. Líklega endurspeglar þetta aukinn áhuga á notkun ... Lesa meira »

Í skýjunum – árleg ráðstefna 3F-Félags um upplýsingatækni og menntun

3F – Félag um upplýsingatækni og menntun heldur árlega ráðstefnu sína í samstarfi við Háskólann í Reykjavík á föstudaginn 5. apríl, kl. 13 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan í ár ber yfirskriftina „Í skýjunum“ og verður fjallað um möguleika upplýsingatækni og samskiptamiðla í kennslu, skólaþróun og skólastjórnun. Aðgangur er ókeypis. Smelltu hér til að sjá dagskrá ráðstefnunnar. Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna. Lesa meira »

Áhrif persónulegra og félagslegra þátta í samræðuhópum á netinu

Cryss Brunner hjá Háskólanum í Minnesota og hennar samstarsfólk hefur gert nokkrar mjög áhugaverðar kannanir á áhrifum persónulegra og félagslegra þátta á samræður samstarfshópa á netinu. Þau hafa m.a. látið þátttakendur í samræðuhópum leyna upplýsingum um sig eða jafnvel gefa falskar upplýsingar. Niðurstöður þeirra sýna að persónueinkenni og félagsleg staða hafa ekki síður áhrif á netsamræður en í hefðbundnum samræðum jafnvel þegar ekki er vitað hverjir aðrir þátttakendur í samræðuhópunum eru. Þá virðast þátttakendur búa sér til staðlaðar myndir af bæði persónu og félagslegri stöðu annarra viðmælenda út frá málnotkun þeirra og samskiptaháttum. Þegar þátttakendur hafa búið til staðlaða mynd ... Lesa meira »

Nýsamþykktur staðall lofar betri myndfundi á netinu

Myndfundir eru löngu orðnir ómissandi tól í verkfærakassa þeirra sem nota netið fyrir hvers kyns samstarf. Þótt hægt sé að framkvæma margt með tölvupósti, spjallþráðum, deildum skjölum o.þ.h. þykir alltaf kostur að geta spjallað við samstarfsfólk augliti til auglitis. Þrátt fyrir mikla þróun á myndfundatækni undanfarinn áratug eru enn vissar takmarkanir til staðar. T.d. getur sljó tenging hvar sem er í samskiptanetinu gert tæknina nánast ónothæfa. Vandamálið er að þrátt fyrir mjög öfluga samskiptastaðla þarf enn töluverða bandvídd til að flytja hreyfimyndir um netið. Nýr staðall, sem samþykktur var af ITU nú fyrir helgi, gæti h.v. breytt miklu þar um. ... Lesa meira »

Mightybell – Einfalt, þægilegt og flott kerfi fyrir netsamfélög

Mightybell er tiltölulega nýr samfélagsvefur sem Gina Bianchini hefur þróað. Bianchini er þekktust fyrir að hafa átt þátt í smíði Ning samfélagskerfisins á sínum tíma. Eins og flestir þekkja þá er Ning með öflugri kerfunum fyrir utanumhald samfélaga á netinu og jafnvel yfirdrifið fyrir það sem margir ætla sér. Markmið Bianchini með Mightybell er að bjóða upp á einfalt og ókeypis kerfi þar sem hægt er að mynda vefræn samfélög á fljótlegan og einfaldan hátt. Það tekur aðeins stundarkorn að skrá sig á vefinn (hægt að skrá sig með Facebook aðgangi) og stofna nýtt samfélag. Samfélög geta verið opin eða ... Lesa meira »

Locatify býður Kennurum og nemendum að taka þátt í opnum prófunum

Íslenska fyrirtækið Locatify býður kennurum og nemendum að taka þátt í lokaprófunum á vefkerfi sínu þar sem notendur geta á einfaldan hátt búið til ratleik og snjallleiðsögn og gefið út í TurfHunt snjallsíma appi. Ratleikjakerfið verður opið til 7. febrúar. Til að fá aðgang að kerfinu þarf að skrá sig á www.locatify.com/signup og þar eru frekari leiðbeiningar. Nánari upplýsingar um Locatify eru á www.locatify.com og www.facebook.com/Locatify.  Lesa meira »

Áhugi á forritunarkennslu barna að aukast

Rakel Sölvadóttir hjá Skema var í Íslandi í dag í morgun að tala um forritunarkennslu fyrir krakka. Mikill áhugi er á að kenna krökkum forritun í dag og má t.d. nefna að Eistar eru núna að prófa sig áfram með forritunarkennslu barna frá skólabyrjun og gera ráð fyrir að skylda forritunarkennslu í öllum skólum og á öllum skólastigum á næstu árum. Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) hélt tvær málstofur um forritunarkennslu fyrir börn í lok síðasta árs. Upptökur frá málstofunum eru á vef RANNUM: Upptökur frá fyrri málstofunni eru hér og frá seinni málstofunni hér. Lesa meira »