@Menntamidja: skyggnst inn í skólastarf

Á mánudaginn 5. febrúar ætlar Menntamiðja að hleypa af stað nýju verkefni sem er ætlað að vekja athygli á áhugaverðu og framsæknu skólastarfi í íslenskum skólum og stuðla að því að kennarar deili og nýti þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í íslensku skólasamfélagi.

Verkefnið fer fram á samfélagsmiðlinum Twitter undir notandanafninu @Menntamidja og er þannig að í hverri viku fær einn skóli aðgang að aðgangi @Menntamidju og notar hann til að tísta myndum og frásögnum af áhugaverðu og framsæknu skólastarfi á sínum heimaslóðum. Fyrstur skóla verður Hólabrekkuskóli en þar hefur margt áhugavert verið í vinnslu með uppbyggingu Snillismiðju og þróun kennsluhátta í tengslum við það.

Áhugasamir geta fylgst með með því að fylgja notandanum @Menntamidja á Twitter. Einnig er hægt að fylgjast með tístum á vef Menntamiðju: http://menntamidja.is/menntamidja-skyggnst-inn-i-skolastarf/

Þeir sem hafa áhuga á að tísta frá sínum skólum í framtíðinni geta haft samband við verkefnisstjóra Menntamiðju, Tryggva Thayer (tbt@hi.is).

Tíst hvers skóla verða flokkuð og hýst undir „Skólasögum“ hér á vef Menntamiðju.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 9. febrúar 2016

alth_netoryggi2016Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2016 verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13-16 í salarkynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Bratta.

Dagskráin er á vef Heimilis og skóla | Landssamtaka foreldra.

Skráning fer fram á vefsíðu hátíðarinnar á Fésbók (smellið hér).
Nýtt samkomulag um Menntamiðju undirritað

Frá vinstri: Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hellen Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri mennta- og vísindamála hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa undirritað samstarfssamning um MenntaMiðju, samráðsvettvang um skólastarf. Samningurinn nær til þriggja ára og kveður á um aðkomu að rekstri MenntaMiðju.

MenntaMiðja er nýtt og áhrifaríkt form starfsþróunar fyrir kennara og stjórnendur á öllum skólastigum sem byggir meðal annars á jafningjafræðslu. Mismunandi torg eða gáttir (um ákveðin málefni) eru grunneiningar MenntaMiðjunnar og þar fer fram hið raunverulega starf. Viðfangsefni torganna varða t.d. formlegt og óformlegt nám, kennsluaðferðir, námsefni, símenntun, starfsþróun, upplýsingamiðlun og fleira.
Uppspretta nýrra hugmynda og þekkingar

MenntaMiðja hefur verið starfrækt síðan 2012 við góðan orðstír. Í hverju verkefni er virkjaður hópur fólks sem hefur þekkingu, áhuga og erindi í margbreytilega umræðu um þróun menntunar og skólamála. Tekist hefur að skapa samráðsvettvang á netinu þar sem fólk kemur saman úr ólíkum áttum, svo úr verður suðupottur nýrra hugmynda og þekkingar.

Auk þess hefur verið opinn vettvangur á Twitter um hríð undir heitinu #menntaspjall sem tengist MenntaMiðju. Þar fara fram fjörlegar umræður um skóla- og menntamál á Íslandi undir stjórn sérfræðinga sem stýra umræðum um afmarkað efni.

MenntaMiðja verður hluti af Menntavísindastofnun og er fyrirhugað að samstarfsaðilar fundi að lágmarki einu sinni á ári. Áhersla er lögð á tengingu milli stofnana, skóla og fræðasamfélagsins með gagnkvæman ávinning allra aðila að leiðarljósi.
#Eymennt – Menntabúðir á Norðurlandi

eymenntÍ dag, 26. janúar, 2016, verða menntabúðir haldnar í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta eru fimmtu menntabúðir af átta sem haldnar eru á þessu skólaári. Að verkefninu koma Hrafnagilsskóli, Brekkuskóli á Akureyri, Þelamerkurskóli og Dalvíkurskóli og er það styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Menntabúðir eru jafningjafræðsla þar sem komið er saman og þeir þátttakendur sem það vilja geta deilt eigin þekkingu og reynslu í óformlegu umhverfi. Menntamiðja hefur í samstarfi við UT-torg og RANNUM staðið fyrir fjölda menntabúða undanfarin ár. Reynslan hefur sýnt að menntabúðir eru frábær leið til að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal kennara, tengslamyndun og starfsþróun.

Tiltölulega auðvelt er að skipuleggja menntabúðir. Það eina sem þarf er staður, stund og fólk sem er tilbúið að miðla og læra. Þátttakendurnir sjálfir sjá um afganginn.

Hægt er að fylgjast með samræðum þátttakenda á Twitter undir umræðumerkinu #eymennt
Jafnréttistorg opnað í dag

jafnrettistorgÍ dag opnar Jafnréttistorg þar sem er að finna fjölbreytt og fróðlegt kennsluefni um jafnréttismál. Smíði torgsins hefur verið stýrt af Skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar í samstarfi við Menntamiðju og Þjónustumiðstöð Breiðholts. Það er Fríða Rós Valdimarsdóttir hefur umsjón með síðunni.

Fjölmargar hugmyndir um kennslu- og umræðuefni eru nú þegar komnar inn á vefinn en fólk er hvatt til að senda inn fleiri hugmyndir því vefurinn mun verða í stöðugri þróun.

Jafnréttistorg er hýst á http://jafnrettistorg.is
Samspil 2015 fær góðar undirtektir

IUtspili

Áhugasamir þátttakendur í Útspili.

Á þriðjudag, 5. maí, mættu um 30 kennarar á tíunda og síðasta Útspilið sem haldið verður að sinni í tengslum við Samspil 2015 – átak Menntamiðju um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Þar með hafa rúmlega 300 kennarar um allt land tekið þátt í Útspils námskeiði síðan átakið hófst í febrúar á þessu ári. En Útspilið er aðeins upphafið á árs löngu fræðsluátaki. Fræðslan færist nú að mestu yfir á netið þar sem þátttakendur munu nota samfélagsmiðla til að byggja sameiginlega upp öflugt og kvikt þekkingarsamfélag sem mun nýtast öllum kennurum landsins.

Markmið Samspils 2015 er að efla hæfni og færni kennara til að nýta sér upplýsingatækni í námi og kennslu. Fræðslan tekur sérstaklega mið af þeim öru tæknibreytingum sem eru að eiga sér stað í kringum okkur í dag. Lögð er áhersla á að þátttakendur verði meðvitaðir um tækniþróun og vinni saman að því að greina tækifæri og hindranir sem felast í tækninýjungum þegar þeirra verður vart.

Útspilið er ætlað að setja tóninn fyrir framhald átaksins. Þátttakendur fengu því að kynnast stöðu tækniþróunar, framtíðarhorfur, áhrif tæknþróunnar á nám og kennslu og notkun samfélagsmiðla til að styðja við og efla starfssamfélög þar sem jafningjar deila eigin reynslu og þekkingu. Inn í þetta fléttist svo hagnýt fræðsla um tiltekin öpp og tæki sem hægt er að nýta í nám og kennslu núþegar.

IUtspili2Þátttakendur í Samspili 2015 eru misvel að sér í tækni, allt frá því að vera á byrjunarreit til þess að vera álitnir leiðtogar í sínu nærsamfélagi og jafnvel víðar. Mikilvægt þykir fyrir framhald fræðsluátaksins að hafa einmitt þessa flóru enda felst styrkur hvers samfélags í fjölbreytileikanum. Það er því áskorun fyrir okkur sem skipuleggjum fræðsluna að tryggja að við séum að höfða jafnt til reynsluboltana sem og byrjendurna. Viðbrögð þátttakenda eftir Útspilin hafa verið mjög jákvæð og gefa til kynna að við séum á réttri leið. Einn þátttakandi sem skrifaði um þátttöku sína á bloggið sitt veltir fyrir sér hvort jafnvel sé „vitundavakning” í vændum um upplýsingatækni í skólastarfi. Annar þátttakandi sem telur sig vera mjög vel að sér í tæknimálum upplifði Útspilið sem, „eitt stórt lærdómsferli frá upphafi til enda þar sem ég kynntist nýjum hugmyndum og lausnum”.

Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með Samspilinu á samfélagsmiðlum, t.d. undir umræðumerkinu #samspil2015 á Twitter og á vef Samspils átaksins þar sem hægt er að sjá upptökur af vefmálstofum og fleira.
Mest lesnu greinarnar á vef Menntamiðju

Hér á vef Menntamiðju hefur verið birt töluvert af efni sem tengjast mennta- og skólamálum. Frá opnun síðunnar hafa um 10.000 manns heimsótt síðuna. Mest lesnu greinarnar til þessa eru:

Fræðasamfélagið ræðir málefni framhaldsskóla

Starfssamfélög á Facebook

Hönnunarsmiðja í Hólabrekkuskóla

Hvað eru samfélagsmiðlar og til hvers notum við þá?
#Menntaspjall um teymiskennslu á Twitter

TeymiskennslaSunnudaginn 22.febrúar, kl. 11-12, verður #menntaspjall um ‘Tækifæri og hindranir Teymiskennslu’. Gestastjórnandi er Jóhanna Þorvaldsdóttir, kennari í teymiskennsluskólanum Árskóla á Sauðárkróki.

Teymiskennsla hefur notið vaxandi vinsælda í íslenskum skólum undanfarin ár en þar deila tveir eða fleiri kennarar ábyrgð fyrir hópi nemenda og sinna kennslu. Fjölmargir íslenskir skólar hafa innleitt teymiskennslu en leiðirnar eru margar og ólíkar. Við viljum heyra ykkar upplifun og tilfinningu fyrir slíkri vinnu og hvernig hún hefur áhrif á nám og kennslu í grunnskólum landsins.

Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar eru:

 1. Hvað einkennir gott kennarateymi?
 2. Er teymiskennsla hindrun eða tækifæri fyrir kennara sem vill reyna nýjar kennsluaðferðir?
 3. Hvað ætti stjórnandi að hafa í huga þegar hann setur saman kennarateymi?
 4. Hvað græða nemendur á teymiskennslu?
 5. Hvernig má nýta teymiskennslu til að auðvelda einstaklingsmiðað nám?Nemar stýra #menntaspjalli um samskipti vettvangs við nema í menntunarfræðum

Sunnudaginn 8. september, kl. 11-12, verður #menntaspjall um samskipti vettvangs og nema í menntunarfræðum á Twitter. Gestastjórnendur eru Andri Rafn Ottesen, nemi í kennslufræði, og Sólveig Sigurðardóttir (@sollasig91), nemi í uppeldis- og menntunarfræðum.

Þegar niðurstöður TALIS könnunar OECD voru kynntar síðasta sumar skapaðist töluverð umræða um námsfyrirkomulag í menntunarfræðum og sér í lagi samskipti vettvangs við nema og nýútskrifaða. Niðurstöður TALIS sýndu að miklu skiptir að nemar séu vel undir það búnir að hefja störf, að þeir viti hvaða væntingar verða gerðar til þeirra og að hugað sé að því á vinnustöðum hvernig tekið er á móti nýútskrifuðu fólki.

Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar eru:

 1. Hvernig stuðlum við að aukinni þátttöku nema í starfsþróun meðan þeir eru enn í námi?
 2. Hvernig ætti að taka á móti nemum eða nýútskrifuðum á vettvangi?
 3. Hverjir eru helstu veikleikar í menntun fólks í menntunarfræðum?
 4. Hvað geta nemar gert meðan þeir eru í námi til að undirbúa sig sem best fyrir störf í menntageiranum?
 5. Hverjar eru helstu þekkingar- og hæfniþarfir menntageirans í dag?
 6. Hvað geta nemar gert til að skera sig úr hópnum í augum vinnuveitenda?

Hefurðu aldrei tekið þátt í #menntaspjall? Sjáðu leiðbeiningar í þessu gagnlega myndskeiði Ingva Hrannars Ómarssonar:

[vimeo 83581540]
#menntaspjall um náttúrufræðimenntun 25. janúar, kl. 11-12

 

#menntaspjall - Umræður skólafólks á Twitter annan hvern sunnudag.

#menntaspjall – Umræður skólafólks á Twitter annan hvern sunnudag.

Undanfarin misseri hefur verið töluverð umræða um mikilvægi náttúrufræðimenntunar á öllum skólastigum, enda eru þær undirstaða allrar tækniþróunnar. Í #menntaspjall á Twitter á sunnudaginn, 25. janúar, kl. 11-12 verður rætt um leiðir til að efla náttúrufræðimenntun í íslenskum skólum. Gestastjórnendur eru Ester Ýr Jónsdóttir (@Ester_Yr) og Birgir U. Ásgeirsson (@birgirua), verkefnisstjórar NaNO verkefnisins, sem snýr að eflingu raungreina í grunn- og framhaldsskólum.

Spurt verður:
1. Hver ætti að vera tilgangur og markmið náttúrufræðimenntunar á Íslandi í dag?
2. Hvernig ætti að haga kennslu í nátttúrufræði og raungreinum til að mæta þeim markmiðum?
3. Hverjir eru styrkleikar náttúrufræði-/raunvísindakennslu núna?
4. Hverjar eru helstu áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir í náttúrufræðikennslu?
5. Hvað getum við sem kennarar gert til að efla náttúrufræðimenntun?
6. Hvert er mikilvægi símenntunar náttúrufræði/raunvísinda-kennara og hvernig viljið þið að símenntun sé háttað?

Hvernig get ég tekið þátt í #menntaspjall á Twitter?

[vimeo http://vimeo.com/83581540]