Samstarf

#menntaspjall um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum

Fjórða #menntaspjall MenntaMiðju verður haldið næsta sunnudag, 23. febrúar, kl. 11-12. Að þessu sinni verður rætt um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum. Gestastjórnandi er Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri á landskrifstofu eTwinning áætlunar ESB, sem er íslensku skólafólki að góðu kunn. Þátttakendur eru hvattir til að undirbúa sig og væri sérstaklega gott að vísa á vefi alþjóðlegra verkefna sem íslenskt skólafólk hefur komið að. Spurt verður: 1. Lýsið alþjóðlegum verkefnum tengdum skólastarfi sem þið hafið tekið þátt í. 2. Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf  haft fyrir skóla þinn, þig persónulega, eða stofnun sem þú starfar við? En fyrir íslenskt skólastarf almennt? ... Lesa meira »

Aðstoðarkennarar í Erasmus+ áætluninni

Erasmus+ er nýja menntaáætlun ESB sem tók við af Comenius í byrjun árs. Í Erasmus+ eru sambærileg tækifæri og voru í Comenius fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, skólastjórnendur, kennara, sveitastjórnir og aðra sem koma að skólamálum. Áfram verður hægt að fá til sín aðstoðarkennara (teaching assistant) í 9-46 vikur. Hinsvegar verður sú breyting að kennaranemar sem hafa áhuga á að fara sem aðstoðakennarar fá ekki lengur sérstakan styrk frá Landskrifstofu heldur sækja þeir um Erasmus starfsnámsstyrk til síns heimaskóla. Ef skólar hafa áhuga á að fá til sín aðstoðarkennara verður að skrá skólann í gagnagrunn og síðan geta áhugasamir kennaranemar ... Lesa meira »

Stærðfræðitorg opnar á degi stærðfræðinnar

Um leið og við óskum stærðfræðikennurum til hamingjum með dag stærðfræðinnar, bjóðum við þeim velkomna í samfélag torga á MenntaMiðju. Í dag opnar Stærðfræðitorg, starfssamfélag stærðfræðikennara. Auk vefsvæðis Stærðfræðitorgs á MenntaMiðju er öflugt samfélag stærðfræðikennara einnig virkt í Facebook hópnum Stærðfræðikennarinn. Lesa meira »

Samantekt af #menntaspjall helgarinnar

Í gær, sunnudaginn, 26. janúar, fór fram annað #menntaspjall á Twitter. Að þessu sinni var umræðuefnið “áhugaverðar nýjungar í kennslu” og var stjórnandi Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari á Sauðárkróki og nemandi í frumkvöðlafræðum við Háskólann í Lundi. Um 30 manns tóku þátt í spjallinu og fóru rúmlega 300 tíst milli þátttakenda meðan á spjallinu stóð. Samantekt af öllum tístum má sjá á vef Ingva Hrannars á http://ingvihrannar.com/menntaspjall2/ Þátttakendur bentu m.a. á fjölmargar nýjungar sem hafa verið notaðar í skólum hér á landi. Mjög gagnlegt væri að vinna upp úr umræðunum lista yfir allar þær nýjungar sem nefndar voru og fá ... Lesa meira »

Hönnunarsmiðja í Hólabrekkuskóla

Kennarar í Hólabrekkuskóla nýttu sér reynsluna af hönnunarsmiðjunni sem MenntaMiðja og fleiri stóðu fyrir síðasta nóvember til að leita nýrra lausna á áskorunum sem skólinn stendur fyrir á nýju ári. Hér á eftir er frásögn Önnu Maríu Þorkelsdóttur, kennara í Hólabrekkuskóla, af hönnunarsmiðjunni, en hún sá um skipulag hennar. Hönnunarsmiðja 3. janúar í Hólabrekkuskóla Fyrsta vinnudag á nýju ári mættu kennarar og stuðningsfulltrúar í hönnunarsmiðju þar sem ætlunin var að fá innsýn inn í hvernig þeir sæju fyrir sér nauðsynlega þróun á næstu árum í skólanum og til að sjá hvernig breytingar þeir væru aðallega að horfa til. Þróunarteymi skólans mun ... Lesa meira »

#menntaspjall

#menntaspjall Við hvetjum þig til að taka þátt í að móta #menntaspjall með okkur sunnudaginn 15. desember á milli klukkan 11-12  á www.twitter.com undir umræðumerkinu #menntaspjall. Við hvetjum ykkur líka til að láta aðra vita sem þið teljið að hafi áhuga á að taka þátt. Ingvi Hrannar Ómarsson hefur útbúið hér myndskeið þar sem hann útskýrir hvernig #menntaspjall gangi fyrir sér. Sunnudaginn 12. janúar n.k. verður boðið upp á fyrsta formlega #menntaspjall á örbloggvefnum Twitter í samstarfi við MenntaMiðju. Ætlunin er að spjallið verði annan hvern sunnudag, kl. 11, í einn klukkutíma í senn. #Menntaspjall er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir ýmis málefni sem tengjast menntamálum á ... Lesa meira »

Opið menntaefni á Íslandi

Þann 15. nóvember síðastliðinn hélt MenntaMiðja ásamt fjölda annarra aðila vinnustofu um opið menntaefni í norrænu samhengi. Vinnustofan gekk vel þrátt fyrir að stjórnendurnir, Dr. Jan Pawlowski og Henri Pirkkalainen, hafi orðið veðurtepptir á Grænlandi. Þá var svissað yfir í fjarfundaham og haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Meðal þátttakenda á vinnustofunni voru fulltrúar frá háskólasamfélaginu, skólum, stjórnvöldum, Rannís, Námsgagnastofnun og félagasamtökum tengd opnu samfélagi. Megin tilgangur vinnustofunnar var að greina hindranir og tækifæri í tengslum við notkun opins menntaefnis og að kanna leiðir til að auka almenna þekkingu um opið menntaefni hér á landi. Auk þess var ... Lesa meira »

Sérkennslutorg: Fræðsludagur íslenskra sérkennara

Sérkennslutorg var með kynningarbás á fræðsludegi íslenskra sérkennara þann 25. nóvember. Ánægjulegt var að hitta sérkennara og kynna þeim starfsemi Sérkennslutorgs. Sérkennarar eru ánægðir með að vefur Sérkennslutorgsins sé öllum opinn og hægt sé að nálgast efni þar án tilkostnaðar. Alls kyns vinnuform koma sér vel, eins líka hugmyndir að uppbyggingu kennslustunda og sjónrænar leiðbeiningar. Dagskráin var fjölbreytt og mörg áhugaverð erindi. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir fjallaði um upplifanir fólks með þroskahömlun af félagslegum samskiptum við jafnaldra. Frá Barnahúsi var erindi um kynferðisofbeldi gagnvart börnum og Kristín Arnardóttir var með erindi um fyrstu skrefin í lestrar- og stærðfræðikennslu barna með verulegar sérþarfir. ... Lesa meira »

ADEPTT kennslulíkan fyrir frumkvöðlamennt í skólastarfi

Við höfum áður sagt frá þessu spennandi samstarfsverkefni sem miðar að því að búa til kennslulíkan fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nú er verkefninu lokið og kennslulíkanið aðgengilegt á vef verkefnisins. ADEPTT er evrópskt samstarfsverkefni Spánverja, Portúgala, Flæmskumælandi Belga, Þjóðverja, Walesbúa, Norðmanna, og Íslendinga. Fulltrúar Íslendinga eru Svanborg Rannveig Jónsdóttir og Rósa Gunnarsdóttir hjá Háskóla Íslands. ADEPTT kennslulíkanið á íslensku (PDF skjal) Lesa meira »

Hönnunarsmiðja um framtíð tækni og menntunar

Hvernig skóla eða skólakerfi myndir þú hanna til að takast á við áskoranir 21. aldar? Hvaða tækninýjungar munu hafa áhrif á menntun í framtíðinni og hvernig ætlar þú að nýta þær? MenntaMiðja og RANNUM halda hönnunarsmiðju þar sem þátttakendur fá að kynnast hvernig hönnunarnálgun er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar umhönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta, sem verður á staðnum til að leiða vinnu þátttakenda. Þátttakendur munu velta fyrir sér framtíð tækniþróunar og mögulegum áhrifum hennar á menntun. Hugmyndir um skóla framtíðar verða mótaðar í skapandi samstarfi með fjölbreyttum hópum hagsmunaaðila. Þátttakendur skrá ... Lesa meira »