Samspil Menntamiðju í nýrri skýrslu um framsæknar leiðir í starfsþróun kennara

Nýlega kom út skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Innovating Professional Development in Compulsory Education, um nýjar og framsæknar leiðir í starfsþróun kennara. Meðal fyrirmynda sem fjallað er um er Samspil 2015 sem Menntamiðja stóð fyrir og sem Samspil 2018, sem nú er í gangi, byggir á. Forsendur sem Sampilið byggði á eru reifaðar og einnig fjallað almennt um starfsemi Menntamiðju og hvernig hún hefur stutt við starfsþróun kennara á Íslandi.

Samspil Menntamiðju er eitt af 30 fyrirmyndum sem er fjallað um í skýrslunni og er þar margt áhugavert sem mætti nýta hér á landi.
Samspil 2018 – fræðsluátak um starfsþróun í þágu menntunar fyrir alla

Í nóvember, 2018 hófst nýtt fræðsluátak Menntamiðju sem hefur hlotið heitið Samspil 2018. Um er að ræða fræðsluátak sem er ókeypis fyrir alla sem starfa við menntun (starfsfólk skóla, frístundaheimila, tónlistarskóla, safnræðslu og fleira). Samspil 2018 er starfsþróunarátak þar sem blandast saman fræðsla, samstarf og samnýting þekkingar og reynslu þeirra sem starfa í skólum í skemmtilegu og aðgengilegu námsumhverfi. Fræðsla fer að mestu fram á netinu og þátttakendur fá að kynnast því hvernig samfélagsmiðlar og tengslanet stuðla að uppbyggilegri og áframhaldandi starfsþróun. Skráning er enn opin og er hægt að skrá sig hér: http://samspil2018.menntamidja.is/skraning/

Lesa má meira um Samspil 2018 hér: http://samspil2018.menntamidja.is/hvad-er-samspil-2018/

Fræðslufundir sem þegar hafa farið fram eru aðgengilegir öllum á vef Samspils 2018.

Samspil 2018 er stutt af Samstarfsráði um starfsþróun kennara og skólastjórnenda og Stýrihópi Menntunar fyrir alla.
@Menntamidja: skyggnst inn í skólastarf

Á mánudaginn 5. febrúar ætlar Menntamiðja að hleypa af stað nýju verkefni sem er ætlað að vekja athygli á áhugaverðu og framsæknu skólastarfi í íslenskum skólum og stuðla að því að kennarar deili og nýti þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í íslensku skólasamfélagi.

Verkefnið fer fram á samfélagsmiðlinum Twitter undir notandanafninu @Menntamidja og er þannig að í hverri viku fær einn skóli aðgang að aðgangi @Menntamidju og notar hann til að tísta myndum og frásögnum af áhugaverðu og framsæknu skólastarfi á sínum heimaslóðum. Fyrstur skóla verður Hólabrekkuskóli en þar hefur margt áhugavert verið í vinnslu með uppbyggingu Snillismiðju og þróun kennsluhátta í tengslum við það.

Áhugasamir geta fylgst með með því að fylgja notandanum @Menntamidja á Twitter. Einnig er hægt að fylgjast með tístum á vef Menntamiðju: http://menntamidja.is/menntamidja-skyggnst-inn-i-skolastarf/

Þeir sem hafa áhuga á að tísta frá sínum skólum í framtíðinni geta haft samband við verkefnisstjóra Menntamiðju, Tryggva Thayer (tbt@hi.is).

Tíst hvers skóla verða flokkuð og hýst undir „Skólasögum“ hér á vef Menntamiðju.
Skólaþræðir – nýtt vefrit um skólaþróun

skolath_scrshotNú hefur bæst í vef-flóru Menntamiðju vefurinn Skólaþræðir sem var opnað fyrir í gær. Vefritið er gefið út af Skólaþróun – samtaka áhugafólks um skólaþróun og unnið í samstarfi við Menntamiðju. Í Skólaþráðum eru birtar greinar um þróunarstarf og annað áhugavert sem er að gerast í skólum landsins.

Í fyrstu útgáfu Skólaþráða eru sjö greinar sem fjalla um skólastarf á öllum skólastigum. Má t.d. nefna áhugaverðar greinar um heimspekikennslu í skólum, um nýjar bækur tengdar námi og kennslu, kennslufræði og margt fleira.
Framtíðatorg: Nýtt á Menntamiðju

Tilgangur Framtíðatorgs er að hvetja til og styðja við umræðu meðal skólafólks á Íslandi um langtímaáhrif samfélagslegra og tæknilegra breytinga á skólaumhverfi, nám og kennslu.

Framtíðatorg byggir á aðferðum sem framtíðafræðingar nota til að vinna úr gögnum og upplýsingum sem gefa vísbendingar um mögulega tæknilega og samfélagslega þróun til lengri tíma. Markmið framtíðafræðinga er að skapa og miðla upplýsingum sem gagnast til áætlanagerðar til lengri tíma en oftast er gert, allt frá 10-15 ár og upp í árhundruð fram í tímann eftir viðfangsefni.

Sjá vef Framtíðatorgs hér: http://framtidatorg.menntamidja.is/
#Eymennt – Menntabúðir á Norðurlandi

eymenntÍ dag, 26. janúar, 2016, verða menntabúðir haldnar í Brekkuskóla á Akureyri. Þetta eru fimmtu menntabúðir af átta sem haldnar eru á þessu skólaári. Að verkefninu koma Hrafnagilsskóli, Brekkuskóli á Akureyri, Þelamerkurskóli og Dalvíkurskóli og er það styrkt af Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Menntabúðir eru jafningjafræðsla þar sem komið er saman og þeir þátttakendur sem það vilja geta deilt eigin þekkingu og reynslu í óformlegu umhverfi. Menntamiðja hefur í samstarfi við UT-torg og RANNUM staðið fyrir fjölda menntabúða undanfarin ár. Reynslan hefur sýnt að menntabúðir eru frábær leið til að stuðla að auknu upplýsingaflæði meðal kennara, tengslamyndun og starfsþróun.

Tiltölulega auðvelt er að skipuleggja menntabúðir. Það eina sem þarf er staður, stund og fólk sem er tilbúið að miðla og læra. Þátttakendurnir sjálfir sjá um afganginn.

Hægt er að fylgjast með samræðum þátttakenda á Twitter undir umræðumerkinu #eymennt
Vorráðstefna miðstöðvar skólaþróunar HA 2016

Vorráðstefna um menntavísindi á vegum miðstöðvar skólaþróunar HA verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 16. apríl 2016 undir yfirskriftinni Snjallari saman. Ráðstefnan er að þessu sinni tileinkuð notkun upplýsingatækni og miðlunar í skólastarfi. Markmiðið er varpa ljósi á gildi stafrænnar tækni í skólastarfi og hvernig hægt er að nota tækninna á fjölbreyttan hátt til stuðnings námi og kennslu.

Efni ráðstefnunnar er að venju sniðið að leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Aðalfyrirlesarar:

  • Kjartan Ólafsson lektor og formaður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri
  • Helena Sigurðardóttir og Margrét Þóra Einarsdóttir grunnskólakennarar í Brekkuskóla á Akureyri
  • Tryggvi Thayer verkefnisstjóri Menntamiðju við Menntavísindasvið Háskóla Ísland

Auk aðalfyrirlestra verða málstofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að þróun tölvu-, upplýsingatækni og miðlun í skólastarfi einnig verður boðið upp á smiðjur þar sem ráðstefnugestum gefst tækifæri til að sjá og kynnast hvernig hægt er að nota og jafnvel prófa verkfæri sem tengjast tölvu- og upplýsingatækni.

Frestur til að senda inn lýsingu á erindi eða smiðju að hámarki 200 orð er til 15. janúar 2016.

Hér má senda inn ágrip (ath. að tengillinn fer á vef miðstöðvar skólaþróunar)

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður Árnadóttir, 460 8571, netfang: hoa@unak.is og Sólveig Zophoníasdóttir, 460 8564, netfang: sz@unak.is.
Samspil 2015: Aukanámskeið Haust 2015

SAMspil_bannerHaustið 2015 verða haldin tvö aukanámskeið (s.k. Útspil) í tengslum við Samspil 2015: UT átak Menntamiðju og UT-torgs. Útspil er staðbundið námskeið sem ætlað er að kynna fyrir kennurum nýjungar í upplýsingatækni í námi og kennslu og búa þá undir frekari fræðslu sem fer fram á netinu, aðallega með vefmálstofum og umræðum og upplýsingamiðlun á samfélagsmiðlum. Námskeiðin verða haldin í Reykjavík þann 26. september og 8. október. Frekari upplýsingar og skráning eru á vef Samspils, http://samspil.menntamidja.is.
Samspil 2015 fær góðar undirtektir

IUtspili

Áhugasamir þátttakendur í Útspili.

Á þriðjudag, 5. maí, mættu um 30 kennarar á tíunda og síðasta Útspilið sem haldið verður að sinni í tengslum við Samspil 2015 – átak Menntamiðju um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Þar með hafa rúmlega 300 kennarar um allt land tekið þátt í Útspils námskeiði síðan átakið hófst í febrúar á þessu ári. En Útspilið er aðeins upphafið á árs löngu fræðsluátaki. Fræðslan færist nú að mestu yfir á netið þar sem þátttakendur munu nota samfélagsmiðla til að byggja sameiginlega upp öflugt og kvikt þekkingarsamfélag sem mun nýtast öllum kennurum landsins.

Markmið Samspils 2015 er að efla hæfni og færni kennara til að nýta sér upplýsingatækni í námi og kennslu. Fræðslan tekur sérstaklega mið af þeim öru tæknibreytingum sem eru að eiga sér stað í kringum okkur í dag. Lögð er áhersla á að þátttakendur verði meðvitaðir um tækniþróun og vinni saman að því að greina tækifæri og hindranir sem felast í tækninýjungum þegar þeirra verður vart.

Útspilið er ætlað að setja tóninn fyrir framhald átaksins. Þátttakendur fengu því að kynnast stöðu tækniþróunar, framtíðarhorfur, áhrif tæknþróunnar á nám og kennslu og notkun samfélagsmiðla til að styðja við og efla starfssamfélög þar sem jafningjar deila eigin reynslu og þekkingu. Inn í þetta fléttist svo hagnýt fræðsla um tiltekin öpp og tæki sem hægt er að nýta í nám og kennslu núþegar.

IUtspili2Þátttakendur í Samspili 2015 eru misvel að sér í tækni, allt frá því að vera á byrjunarreit til þess að vera álitnir leiðtogar í sínu nærsamfélagi og jafnvel víðar. Mikilvægt þykir fyrir framhald fræðsluátaksins að hafa einmitt þessa flóru enda felst styrkur hvers samfélags í fjölbreytileikanum. Það er því áskorun fyrir okkur sem skipuleggjum fræðsluna að tryggja að við séum að höfða jafnt til reynsluboltana sem og byrjendurna. Viðbrögð þátttakenda eftir Útspilin hafa verið mjög jákvæð og gefa til kynna að við séum á réttri leið. Einn þátttakandi sem skrifaði um þátttöku sína á bloggið sitt veltir fyrir sér hvort jafnvel sé „vitundavakning” í vændum um upplýsingatækni í skólastarfi. Annar þátttakandi sem telur sig vera mjög vel að sér í tæknimálum upplifði Útspilið sem, „eitt stórt lærdómsferli frá upphafi til enda þar sem ég kynntist nýjum hugmyndum og lausnum”.

Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með Samspilinu á samfélagsmiðlum, t.d. undir umræðumerkinu #samspil2015 á Twitter og á vef Samspils átaksins þar sem hægt er að sjá upptökur af vefmálstofum og fleira.
Mest lesnu greinarnar á vef Menntamiðju

Hér á vef Menntamiðju hefur verið birt töluvert af efni sem tengjast mennta- og skólamálum. Frá opnun síðunnar hafa um 10.000 manns heimsótt síðuna. Mest lesnu greinarnar til þessa eru:

Fræðasamfélagið ræðir málefni framhaldsskóla

Starfssamfélög á Facebook

Hönnunarsmiðja í Hólabrekkuskóla

Hvað eru samfélagsmiðlar og til hvers notum við þá?