Skólaþróun

Miðstöð skólaþróunar á Akureyri heldur árlega vorráðstefnu sína 13. apríl, 2013

Skóli og nærsamfélag -að verða þorpið sem elur upp barnið- Vorráðstefna um menntavísindi haldin á Akureyri 13. apríl 2013 á vegum miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri Að þessu sinni verður lögð áhersla á hugarfar og vinnubrögð sem þurfa að vera til staðar til að skóli geti í samspili við foreldra, umhverfi og samfélag uppfyllt þá menntastefnu sem birtist í aðalnámskrá, þ.e. stuðlað að merkingabæru námi fyrir nemendur á 21. öldinni. Frekar upplýsingar eru á vef Miðstöðvar skólaþróunar. Lesa meira »

Í dag: Ráðstefna útskriftarnema í uppeldis- og menntunarfærði við HÍ

„Allt gott í veröldinni er rakið til góðs uppeldis“ Immanuel Kant Í dag, Föstudaginn 12. apríl, halda 3. árs nemar í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands ráðstefnu þar sem kynnt eru BA verkefni ásamt öðrum verkefnum. Ráðstefnan er haldin í Bratta, Stakkahlíð. Heiti ráðstefnunnar er ,,Allt gott í veröldinni er rakið til góðs uppeldis” sem er bein tilvitnun í Immanuel Kant. Erindi ráðstefnunnar eru fjölbreytt og skemmtileg, og eru lýsandi fyrir hvað nám í uppeldis- og menntunarfræðum felur í sér. Ráðstefnunni er skipt niður í þrjú þemu og er erindum raðað upp eftir viðfangsefnum þeirra. Líkamlegt og andlegt heilbrigði ... Lesa meira »

Menntamálaráðherra setur málþing um innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti

Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl. Dagskrá málþingsins er sem hér segir: Elsa Björg Magnúsdóttir: Raunverulegt gildismat? Ingimar Waage: Viðhorf kennara til lýðræðis í grunnskólastarfi Jóhann Björnsson: Kennslustund í lýðræði eða lýðræðisleg kennslustund? Kristín Dýrfjörð: Er ekki bölvað vesen að tengja grunnþáttinn lýðræði öðrum grunnþáttum? Ólafur Páll Jónsson: Lýðræði og mannréttindi sem grunnþáttur: Viðmið, markmið eða aðferð? Sigurlaug Hreinsdóttir: Samhljómur lýðræðisins Málþingið er öllum opið og hefst kl. 13. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á vef Félags heimspekikennara, www.heimspekitorg.is   Lesa meira »

Mikill áhugi á upplýsingatækni í skólastarfi á ráðstefnu 3F

Á föstudaginn 5. apríl hélt 3F-Félag um upplýsingatækni og menntun sína árlegu ráðstefnu, sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Í skýjunum“ til að vekja athygli á tæknilegar breytingar sem fylgja aukinni notkun svokallaðra „skýja“ fyrir bæði gagnageymslu og tölvuvinnslu. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Upplýsingu-Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga í húsnæði HR í Nauthólsvík. Áhuginn á ráðstefnunni kom ráðstefnuhöldurum verulega á óvart og þurfti að loka fyrir skráningar daginn fyrir ráðstefnuna þegar þær voru að nálgast 250 vegna plássleysis. Þetta er u.þ.b. tvöföldun á skráningum miðað við undanfarin ár. Líklega endurspeglar þetta aukinn áhuga á notkun ... Lesa meira »

Í skýjunum – árleg ráðstefna 3F-Félags um upplýsingatækni og menntun

3F – Félag um upplýsingatækni og menntun heldur árlega ráðstefnu sína í samstarfi við Háskólann í Reykjavík á föstudaginn 5. apríl, kl. 13 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan í ár ber yfirskriftina „Í skýjunum“ og verður fjallað um möguleika upplýsingatækni og samskiptamiðla í kennslu, skólaþróun og skólastjórnun. Aðgangur er ókeypis. Smelltu hér til að sjá dagskrá ráðstefnunnar. Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna. Lesa meira »

Um aðkomu ungs fólks að mótun menntastefnu

Hvernig myndi menntastefna líta út ef unga fólkið sem skólana sækir væri haft með í stefnumótun og ákvarðanatöku? Fundarhaldarar á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Laugum nýlega sendu frá sér ályktun um að: „Hafa verður samráð við ungt fólk þegar teknar eru ákvarðanir sem varða málefni þeirra eins og segir í 12. gr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Menntamál eru vissulega málefni sem ungt fólk varðar og því vert að velta fyrir sér hvernig aðkoma þess að ákvarðanatöku og stefnumótun væri best háttað. Hér á landi hefur ungt fólk fengið einhver en þó takmörkuð tækifæri til að láta ... Lesa meira »

Menntabúðir Náttúrutorgs

Náttúrutorg stendur fyrir menntabúðum þar sem þeir sem hafa áhuga á nátturúfræðikennslu koma saman til að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks. Þrennar menntabúðir verða haldnar á næstunni: Miðvikudaginn 13. mars, 2013 Menntabúðir um Efnafræði í Langholtsskóla kl. 15-18 Miðvikudaginn 10. apríl, 2013 Menntabúðir um Eðlisfræði í Ölduselsskóla kl. 15-18 Miðvikudaginn 8. maí, 2013 Menntabúðir um Líffræðin úti. í og við Norræna húsið kl. 15-17/18 Sjá síðu Nátturutorgs fyrir frekar upplýsingar og skráningu. Lesa meira »

Ókeypis vefnámskeið um opin leyfi

Institute of Development Studies býður upp á ókeypis vefnámskeið um opin leyfi 19-22 febrúar. Smellið hér til að lesa meira um námskeiðið og fyrir skráningu. Með aukinni notkun tölvutækninnar í skólastarfi hefur það aukist til muna að kennarar og annað skólafólk framleiði sitt eigið efni til nota fyrir kennslu. Þá vakna spurningar um hver eigi efnið, hver má nota það og hvernig, og hvernig skuli fara að því að tryggja réttindi höfunda efnisins. Svokölluð „opin leyfi“ hafa notið vaxandi vinsælda þar sem þau varðveita réttindi höfunda en heimila líka notkun annarra á efninu innan vissra marka. Þannig hefur orðið til ... Lesa meira »

Styrkir fyrir skólaþróunarverkefni og Norræna samvinnu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir þróunarverkefni úr Vonarsjóði Félags Grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Umsóknarfrestur er 28. febrúar. Nánari upplýsingar um styrki og umsóknarferli eru á síðu KÍ. Auglýst er eftir umsóknum um Nordplus styrki. Menntaáætlun Nordplus styrkir ýmiskonar samstarfsverkefni, samstarfsnet, og heimsóknir. Umsóknarfrestur er 1. mars. Áhugasömum býðst einnig að sækja námskeið í gerð umsókna fyrir Menntaáætlun Nordplus. Námskeiðið verður haldið 31. janúar frá 14-16 hjá í húsnæði Endurmenntunar HÍ. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér. How to Create Costumes Through the Decades porn even in the most constrained and exploited circumstances Accessorising your sheer maxi dress in ... Lesa meira »

Samtal um starfendarannsóknir

Á miðvikudaginn, 23. janúar kl. 11:30 efnir Rannsóknastofa um starfendarannsóknir til fundar með Jean McNiff, sérfræðingi um starfendarannsóknir (e. action research). Þar mun McNiff svara spurningum um starfendarannsóknir og því kjörið tækifæri fyrir þá sem starfa við menntun að kynnast starfendarannsóknum og skapa umræður um aðferðir og nýtingu þeirra. McNiff hefur gefið út fjölda bóka um starfendarannsóknir, margar í samstarfi við Jack Whitehead, sem er ekki síður áhrifamaður á þessu sviði en McNiff. Saman hafa þau átt drjúgan þátt í að kynna fyrir skólafólki gagnsemi starfendarannsókna og þeirri hugmyndafræði að skólastofan er tilraunastofa fyrir þróun menntunar. Lesa meira »