Styrkir

Styrkir fyrir eTwinning vinnustofu um forritun

Tveir styrkir í boði til að sækja eTwinning símenntunarvinnustofa um forritun í Tallin 25-27. september nk. Útgangspunktur vinnustofunnar er mikilvægi þess að nemendur skilji þá tækni sem þeir sjá allt í kringum sig. Forritun er lykilatriði í þessu sambandi. Vinnustofan er skipulögð af landskrifstofu eTwinning í Eistlandi. Fyrir hverja? Vinnustofan er fyrir grunnskólakennara í öllum fögum (cross curricular). Dagskráin fer fram á ensku. Styrkur fyrir tvo kennara: Landskristofa eTwinning á Íslandi, Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís, greiðir ferðakostnað, gistingu, uppihald fyrir tvo íslenska þátttakenda, helst frá sama skóla. UMSÓKNARFRESTUR til og með 19. ágúst nk. Áhugasamir sækið um hér. Smellið hér fyrir frekari upplýsingar  Lesa meira »

eTwinning vinnustofa fyrir stærðfræðikennara – STYRKIR í boði fyrir 10 til 15 íslenska þátttakendur

Landskrifstofa eTwinning stendur fyrir símenntunarvinnustofu fyrir stærðfræðikennara á grunn- og framhaldsskólastigi í Reykjavík 31.10.-2.11 2013. Áhugasamir sækja um til Landskrifstofu eTwinning á Íslandi – UMSÓKNARFRESTUR er til og með 25. ágúst nk. Smellið hér til að sjá DAGSKRÁ og UMSÓKNARFORM Þessi vinnustofu veitir stærðfræðikennurum gott tækifæri fyrir til að kynna sér upplýsingatækni, eTwinning og finna samstarfsaðila fyrir eTwinning verkefni. Búist er við að um 80 kennarar víðsvegar að úr Evrópu taki þátt. Lesa meira »

Úthlutað úr þróunarsjóði námsgagna

Úthlutað var úr þróunarsjóði námsgagna í gær. Sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun í þróun og gerð námsefnis fyrir öll leik-, grunnskóla-, og framhaldsskóla. Til úthlutunar að þessu sinni voru 43 milljónir króna og sóttu 144 um. Þar af fengu 35 verkefni styrk. Hér má sjá lista yfir verkefni sem fengu styrk. Lesa meira »

Styrkir fyrir skólaþróunarverkefni og Norræna samvinnu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir þróunarverkefni úr Vonarsjóði Félags Grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Umsóknarfrestur er 28. febrúar. Nánari upplýsingar um styrki og umsóknarferli eru á síðu KÍ. Auglýst er eftir umsóknum um Nordplus styrki. Menntaáætlun Nordplus styrkir ýmiskonar samstarfsverkefni, samstarfsnet, og heimsóknir. Umsóknarfrestur er 1. mars. Áhugasömum býðst einnig að sækja námskeið í gerð umsókna fyrir Menntaáætlun Nordplus. Námskeiðið verður haldið 31. janúar frá 14-16 hjá í húsnæði Endurmenntunar HÍ. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér. Lesa meira »