Starfssamfélag er hópur fólks sem deilir áhuga eða ástríðu fyrir einhverju sem það fæst við og lærir hvernig á að gera það betur í gegnum regluleg samskipti.
Menntamiðja byggist á hugmyndafræði Etienne Wenger um starfssamfélög og sérstaklega hugmyndum hans um hvernig aðkoma ólíkra aðila að slíku samstarfi stuðlar að nýbreytni og þekkingarsköpun. Lykilhugtak í hugmyndafræði Wengers í þessu samhengi er “tvívirkjun” (e. duality). Í því felst að aðkoma ólíkra aðila að samstarfi skapar spennu sem hvetur til mótunar nýrra lausna á þeim viðfangsefnum sem við er að etja. Með því að virkja ólíka hópa, miðla upplýsingum og þekkingu á milli þeirra, og skapa tækifæri til margvíslegs samstarfs stuðlar MenntaMiðja að tvívirkjun og nýbreytni innan starfssamfélaga.
Markmið MenntaMiðju er því að virkja hópa sem hafa þekkingu, áhuga og erindi í margbreytilega orðræðu um þróun menntunar og skólamála, s.s. kennarar, skólastjórnendur, fræðimenn, stefnumótendur og ekki síst nemendur í menntunarfræðideildum háskólanna – þ.e. nýliðana, sem eru oft öflug uppspretta frjórra hugmynda.
Ávinningur af starfssamfélögum getur verið margvíslegur