Um Menntamiðju

Menntamiðja er samráðsvettvangur sem er ætlað að byggja brýr milli aðila innan skólasamfélags með því að skapa vettvang til samstarfs um þróun starfisins. Aðilar að verkefninu eru:

  • Mennta‐ og menningarmálaráðuneytið
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Kennarasamband Íslands
  • Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Menntamiðja er eins konar umgjörð utan um grasrótarstarf sem sprottið hefur upp í tengslum við starf sem fer fram á samstarfsvettvöngum skólafólks á netinu, eða s.k. torgum.

Leiðarljós Menntamiðju:

Menntamiðja er samfélag um skólastarf. Við vinnum í samfélagi sem á rætur í sameiginlegum gildum og trausti. Við gefum til samfélagsins og við fáum það sama í staðinn. Við styðjum hvert annað, við njótum þess að vinna og læra saman. Við fögnum árangri okkar, lærum af mistökum okkar og höfum gaman af í leiðinni.

Við deilum þekkingu: Við komum saman til að deila þekkingu okkar, starfsvenjum og reynslu við þróun starfssamfélaga. Við gerum það opinskátt og þeim anda að gefa og þiggja.

Við þróum góða starfshætti: Við leggjum þekkingu okkar og innsýn í þann farveg að aðrir megin nýta hana.

Að læra í samfélagi: Við lærum á sífellt fjölbreyttari hátt með því að tengjast öðrum þvert á skóla og skólastig með hjálp tækni og gagnvirkum vilja.

Að veita nýjum starfssamfélögum í menntageiranum stuðning við að fóta sig: Við hjálpum hvert öðru að verða betri í öllum starfsháttum sem styðja við starfssamfélög. Við ræktum hæfni til að hjálpa starfssamfélögum að þrífast í fjölbreyttum aðstæðum. Við styðjum bæði við nýliða og leiðtoga á sviði starfssamfélaga.

Að styðja við starfssamfélög rannsakenda: Við viljum skapa vettvang þar sem deila má upplýsingum um rannsóknir á starfssamfélögum. Við aðstoðum við aðgang að starfssamfélögum í rannsóknartilgangi.

Að brúa bilið milli fræðimanna og kennara: Við tökum þátt í og fylgjumst með bæði rannsóknum og starfi þannig að rannsóknir geti haft áhrif á starf og starf á rannsóknir. Við teljum að samvinna af þessu tagi geti eflt og bætt símenntun og framfarir.

Jákvæð áhrif: Með því að styðja við starfsamfélög er Menntamiðja tæki til að hlúa að og styðja við skólaþróun og þróun starfshátta.

Mismunandi torg eða gáttir (um ákveðin málefni) eru grunneiningar Menntamiðjunnar og þar fer fram hið raunverulega starf, sem getur verið með ólíkum hætti milli torga.

Viðfangsefni torganna geta varðað samstarf og símenntun, upplýsingamiðlun, námsefni, formlegt og óformlegt nám, kennsluaðferðir, ráðgjöf, starfsþróun og fleira.

Með Menntamiðju er lögð áhersla á tengingar milli stofnana, milli skóla og að mynda tengingar við  fræðasamfélagið með gagnkvæman ávinning allra aðila að leiðarljósi.

 

Leave a Reply