Monthly Archives: febrúar 2013

Hönnunarmessur á Alþjóðlegum Degi Opinna Gagna

Þann 23. febrúar er fólki hvatt til að taka þátt í „International Open Data Hackathon“ með því að skipuleggja viðburði þar sem áhugasamir fá tækifæri til að vinna saman að gerð forrita, myndefnis, greininga eða annars sem nýta opin gögn, þ.e.a.s. gögn sem almenningur hefur frjálsan og óheftan aðgang að. Markmiðið með verkefninu er að vekja athygli á mikilvægi þess að gögn sem skipta máli fyrir almenning, t.d. um menntamál, heilbrigðismál, atvinnumál, o.s.frv. séu aðgengileg og gagnleg fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Þegar þetta er ritað hefur enginn íslenskur viðburður verið skráður á vef Open Data Day ... Lesa meira »

Ókeypis vefnámskeið um opin leyfi

Institute of Development Studies býður upp á ókeypis vefnámskeið um opin leyfi 19-22 febrúar. Smellið hér til að lesa meira um námskeiðið og fyrir skráningu. Með aukinni notkun tölvutækninnar í skólastarfi hefur það aukist til muna að kennarar og annað skólafólk framleiði sitt eigið efni til nota fyrir kennslu. Þá vakna spurningar um hver eigi efnið, hver má nota það og hvernig, og hvernig skuli fara að því að tryggja réttindi höfunda efnisins. Svokölluð „opin leyfi“ hafa notið vaxandi vinsælda þar sem þau varðveita réttindi höfunda en heimila líka notkun annarra á efninu innan vissra marka. Þannig hefur orðið til ... Lesa meira »

Áhrif persónulegra og félagslegra þátta í samræðuhópum á netinu

Cryss Brunner hjá Háskólanum í Minnesota og hennar samstarsfólk hefur gert nokkrar mjög áhugaverðar kannanir á áhrifum persónulegra og félagslegra þátta á samræður samstarfshópa á netinu. Þau hafa m.a. látið þátttakendur í samræðuhópum leyna upplýsingum um sig eða jafnvel gefa falskar upplýsingar. Niðurstöður þeirra sýna að persónueinkenni og félagsleg staða hafa ekki síður áhrif á netsamræður en í hefðbundnum samræðum jafnvel þegar ekki er vitað hverjir aðrir þátttakendur í samræðuhópunum eru. Þá virðast þátttakendur búa sér til staðlaðar myndir af bæði persónu og félagslegri stöðu annarra viðmælenda út frá málnotkun þeirra og samskiptaháttum. Þegar þátttakendur hafa búið til staðlaða mynd ... Lesa meira »

Vefur vinnustofu um starfssamfélög

Í október, 2012 var haldin vinnustofa með Etienne Wenger og Beverly Trayner um fræðslu og þjálfun í samfélögum en Wenger og Trayner eru sennilega þekktust fyrir fræðistörf í tengslum við starfssamfélög (e. communities of practice). Í vinnustofunni nýttu þátttakendur upplýsingtækni til að var upplýsingtækni nýtt til að vinna að verkefnum og birta niðurstöður. Þar er margt fróðlegt og nýstárlegt um hvernig hægt er að stuðla að þekkingarsköpun og yfirfærslu í starfssamfélögum. Vefurinn er aðgengilegur hér. Lesa meira »