Monthly Archives: júní 2013

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir þörf á nýjum kennsluaðferðum á öllum skólastigum

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í ræðu við brautskráningu skólans um síðustu helgi að þörf er á víðtækum breytingum í menntakerfinu til að „tryggja frjóan jarðveg fyrir … nýsköpun og á sama tíma aukna verðmætasköpun“. Kristín sagði meðal annars að þörf væri á að endurnýja kennsluaðferðir á öllum skólastigum til að tryggja að kennarar geti nýtt sér nýjustu upplýsingatækni. Nefndi hún að endurskipulagning kennaramenntunar innan Háskóla Íslands taki mið af þessu. Ræðu rektors má lesa í heild hér. Lesa meira »

Íslenskt skólakerfi í alþjóðlegu samhengi

Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun boða til málstofu um stöðu íslenska skólakerfisins í alþjóðlegu samhengi í dag, miðvikudaginn 12. Júní 2013  í Bratta, húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Háteigsveg, kl. 14.00 – 16.00. Þátttaka íslendinga í alþjóðlegum könnunum á þróun skóla- og menntamála hefur færst í vöxt á síðustu áratug. Á málstofunni verður rýnt í niðurstöður kannana e.o. PISA og TIMSS og hvaða vísbendingar þær geta gefið um stöðu skólakerfisins. Málstofan er liður í fundaröð sem verður haldið áfram með á árinu og er öllum opin. Lesa meira »

Stofnum UT Torg – starfssamfélag skólafólks um upplýsingatækni

Til stendur að stofna Upplýsingatæknitorg (UT Torg) sem mun starfa með MenntaMiðju. UT torgið á að styðja við notkun upplýsingatækni í skólasamfélaginu.Við bjóðum áhugasömum á hugmyndafund í stofu H-207 í húsnæði Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í dag þriðjudaginn 11. júní kl. 14:00. Á fundinum verður leitað eftir hugmyndum um markmið, efnistök, útfærslu og mögulegum verkefnum torgsins. Vinsamlegast skráðu þig fyrir kl. 16:00 mánudaginn 10. júní. Smelltu hér til að skrá þig. Lesa meira »