Monthly Archives: febrúar 2014

Heimspekitorg: Málþing um námsmarkmið og námsmat

Félag heimspekikennara mun ásamt Félagi áhugamanna um heimspeki efna til málþings um námsmarkmið og námsmat næstkomandi mánudag, þ.e. 3 mars. Málþingið verður haldið í Reykjavíkur Akademíunni, það er öllum opið og eru áhugamenn um námsmarkmið, námsskrá, námsmat og aðra skilda hluti sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskrá málþingsins er eftirfarandi. : Fyrst mun Atli Harðarson flytja stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða. Í kjölfarið mun Elsa Haraldsdóttir fjalla um siðfræði í nýrri aðalnámsskrá með áherslu á grunnskóla, út frá heimspekikennslu og ... Lesa meira »

Menntabúðir: Múkk, múður og miklu meira!

Þriðjudaginn, 25. febrúar, kl. 16-18, standa UT-Torg og MenntaMiðja fyrir menntabúðum í samstarfi við Fagaðila og framhaldsnema í upplýsingatækni og miðlun, RANNUM og Menntasmiðju Menntavísindasviðs HÍ. Menntabúðirnar verða haldnar í stofu H207 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð. Þátttaka er ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá sig hér. Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Mikil vakning er í tengslum við fjarnám, vefnám, spjaldtölvur, innleiðingu nýrrar aðalnámskrár svo eitthvað sé nefnt. Fjölmörg áhugaverð þróunarverkefni eru í gangi úti í skólunum sem vert er ... Lesa meira »

#menntaspjall um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum

Fjórða #menntaspjall MenntaMiðju verður haldið næsta sunnudag, 23. febrúar, kl. 11-12. Að þessu sinni verður rætt um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum. Gestastjórnandi er Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri á landskrifstofu eTwinning áætlunar ESB, sem er íslensku skólafólki að góðu kunn. Þátttakendur eru hvattir til að undirbúa sig og væri sérstaklega gott að vísa á vefi alþjóðlegra verkefna sem íslenskt skólafólk hefur komið að. Spurt verður: 1. Lýsið alþjóðlegum verkefnum tengdum skólastarfi sem þið hafið tekið þátt í. 2. Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf  haft fyrir skóla þinn, þig persónulega, eða stofnun sem þú starfar við? En fyrir íslenskt skólastarf almennt? ... Lesa meira »

Tungumálatorg: Vefur Alþjóðadags móðurmálsins

Nýjasti vefurinn á Tungumálatorginu er tileinkaður Alþjóðadegi móðurmálsins. Vefurinn verður nýttur til að safna saman efni er tengist þessum mikilvæga og árvissa viðburði. Skoða vef Alþjóðadags móðurmálsins Hugmyndabanki í vexti Tungumálaforðinn á Íslandskorti Skrá tungumálaforða skóla Árið 2014 tengjast ýmsir … Lesa meira → Lesa meira »

Aðstoðarkennarar í Erasmus+ áætluninni

Erasmus+ er nýja menntaáætlun ESB sem tók við af Comenius í byrjun árs. Í Erasmus+ eru sambærileg tækifæri og voru í Comenius fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, skólastjórnendur, kennara, sveitastjórnir og aðra sem koma að skólamálum. Áfram verður hægt að fá til sín aðstoðarkennara (teaching assistant) í 9-46 vikur. Hinsvegar verður sú breyting að kennaranemar sem hafa áhuga á að fara sem aðstoðakennarar fá ekki lengur sérstakan styrk frá Landskrifstofu heldur sækja þeir um Erasmus starfsnámsstyrk til síns heimaskóla. Ef skólar hafa áhuga á að fá til sín aðstoðarkennara verður að skrá skólann í gagnagrunn og síðan geta áhugasamir kennaranemar ... Lesa meira »

Starfsmenntatorg: Málstofa um tengingu vinnustaðanáms og skóla

Tími: Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00-17:30 Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðað er til málstofunnar sem hluta af fundarröð um starfsmenntun að frumkvæði Jóns Torfa Jónassonar. Vinsamlegast áframsendið fundaðboðið á áhugasama. Til að hefja umræður mun Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtökum iðnðarins, fjallar um framtíðarsýn iðnaðarins á fjölda vinnustaðanámsplássa úti í atvinnulífinu og Ólafur Jónsson, IÐUNNI, kynnir nýtt markaðstorg um vinnustaðanám, www.vinnustaðanám.is þar sem nemendur og fyrirtæki geta mæst. Í framhaldinu verða vonandi líflegar umræður þátttakenda í málstofunni undir stjórn fundarstjóra. Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samtökum atvinnulífsins Lesa meira »

Heimspekitorg: Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís

Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00 Nánari staðsetning: Bíó Paradís Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa. Sjá vef Heimspekitorgs: http://heimspekitorg.is/salvor-nordal-i-kaffihusaspjalli-i-bio-paradis/ Lesa meira »

Tungumálatorg: Alþjóðadagur móðurmálsins

Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins. Leitað hefur verið eftir samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. Móðurmál – Félag tvítyngdra barna, Kennarasamband Íslands,Reykjavíkurborg … Continue reading → Lesa meira »

Náttúrutorg: Myndir úr starfi Náttúrutorgs

Stofnað hefur verið myndasafn á Flickr til að halda utanum allar þær myndir sem við tökum í Menntabúðum og annarri starfsemi Náttúrutorgs. Gjörið svo vel og skoðið: Lesa meira »

Vendikennsla.is: Ókeypis hýsing á námsefni fyrir kennara

Námsgagnastofnun hefur opnað vefinn Vendikennsla.is. Á vefnum geta kennarar hýst efni til notkunnar fyrir vendikennslu og deilt með öðrum kennurum. Markmiðið er að hvetja kennara til að deila námsefni og um leið bjóða upp á innlenda hýsingu fyrir íslenskt námsefni. Öllum er heimilt að birta efni tengt vendikennslu á síðunni. Efnið verður ekki ritstýrt né ritskoðað og þarf það því að vera tilbúið til útgáfu þegar það er sent inn. Eigendur efnis þurfa einnig að staðfesta höfundarrétt með útfyllingu á eyðublaði. Umsjón með vefnum hefur Ellen Klara Eyjólfsdóttir hjá Námsgagnastofnun. Lesa meira »