#menntaspjall um samstarf innan og milli skóla

Í #menntaspjall sunnudaginn 6.apríl kl.11.00 ræðum við tækifæri og hindranir í samvinnu, heyrum vonandi af áhugaverðum verkefnum, mótum hugmyndir og gefum skólafólki tækifæri á að ræða saman.

Gestastjórnandi þennan sunnudaginn (6.apríl 2014) verður Anna María Þorkelsdóttir (@Kortsen), dönskukennari og verkefnastjóri í Hólabrekkuskóla.

Spurningarnar verða:
Hvernig er hægt að auka samvinnu starfsfólks innan skóla? (Dæmi eða hugmyndir)
Eru ykkar skólar markvisst í þverfaglegum verkefnum? Ef já, hvernig? Ef nei, af hverju ekki?
Hvernig verkefni dettur þér í hug að skólar gætu unnið í samstarfi?
Hvaða hagur væri af því að auka slíkt samstarf?
Hvernig getum við nýtt tæknina til að vinna saman?
Aukaspurninging ef tími gefst: Hvaða kostir/gallar eru við það að mismunandi árgangar starfi saman?

ebay kleinanzeigen