Sýning á skapandi hópverkefnum til B.Ed. gráðu

Í dag, mánudag 14. apríl, 2014, kl. 9.30-12, er sýning á lokaverkefni sem unnið var fyrir skapandi hópverkefni 2014. Skapandi hópverkefni er ný leið sem boðið er upp á í B.Ed. námi Menntavísindasviðs HÍ þar sem nemendur ljúka námi með hópverkefni í stað hefðbundinna lokaritgerða. Nemendur í ár skiptust í hópa sem unnu verkefni í tengslum við neteinelti annars vegar og samskipti bekkjarfélaga á yngsta stigi grunnskóla hins vegar.

Sýnd verður fræðslumynd sem nemendur unnu um neteinelti, kennsluefni í formi brúðuleikhúss um Von og Trausta, sem og vefsíður með fjölbreyttu efni fyrir foreldra, kennara, nemendur og ýmsa fagaðila.

Sýningin er opin öllum og er haldinn í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð, í stofum K 205, K 206 og K 208.

Nánari upplýsingar um verkefnin eru að finna á vef Skapandi hópverkefnis: http://skrif.hi.is/skapandihopverkefnibed/