Opið netnámskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun: könnun um áhuga og áherslur?

haldidroFyrirhugað er að bjóða upp á námskeið, eitt eða fleiri, á netinu um stafræna borgaravitund (e. digital citizenship) og ábyrga netnotkun. Námskeiðið eða námskeiðin verða væntanlega í boði árið 2017, opið/opin öllum án þátttökugjalds en markhópar eru skólafólk, foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi og menntun barna og unglinga. Sérstaklega er litið til hönnunar námskeiðsins Samspil 2015 – UT átak Menntamiðju sem hugsanlega fyrirmynd um skipulag nýja námskeiðsins (sjá http://samspil.menntamidja.is/).

Þér er hér með boðið að taka þátt í könnun sem er liður í undirbúningi fyrir hönnun og skipulag námskeiða af þessum toga.

Slóðin á könnunina er https://goo.gl/forms/ZTbOGkAMnib1C3fx2

Áætla má að svörun í þessari könnun taki um 5 til 10 mínútur.

Í von um góða þátttöku.

Kær kveðja

Sólveig Jakobsdóttir