Dr. Aaron Doering (Háskólinn í Minnesóta) heldur fyrirlestur um ævintýranám

Dr. Aaron Doering

Dr. Aaron Doering

Á föstudaginn, 10. mars, kl. 15 heldur Dr. Aaron Doering, prófessor í upplýsingatækni í námi og kennslu við Háskólann í Minnesóta, fyrirlestur um ævintýranám í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofu H001. Fyrirlesturinn er opin öllum.

Í meira en 10 ár hefur Aaron ferðast um heiminn og farið í um 15 ævintýraferðir ýmist á hundasleðum um norðurslóður eða gönguferðir í eyðimörkum Afríkuálfu. Í þessum ferðum er hann vel búinn tækjum sem hann notar til að útbúa og miðla efni sem kennarar geta notað til kennslu.

Í upphafi mars kom Aaron ásamt hópi doktorsnema frá Háskólanum í Minnesóta til Íslands og eru nú að ljúka gönguferð um hálendi landsins. Upplýsingar um ferðalagið ásamt kennsluefni sem hópurinn hefur útbúið er hægt að nálgast á vef verkefnisins: The Changing Earth.

Fyrirlesturinn er í boði Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (Rannum) og Menntamiðju.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*